Fréttir - 24.6.2021 21:58:00

Advania stækkar í Finnlandi

Advania hefur fest kaup á finnska fyrirtækinu Beveric sem sérhæfir sig í skjalastjórnunarlausnum og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Starfslið Advania í Finnlandi hefur því fengið öfluga viðbót sérfræðinga Beveric og getur veitt viðskiptavinum sérhæfðari þjónustu.


Advania hefur fest kaup á finnska fyrirtækinu Beveric sem sérhæfir sig í skjalastjórnunarlausnum og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Starfslið Advania í Finnlandi hefur því fengið öfluga viðbót sérfræðinga Beveric og getur veitt viðskiptavinum sérhæfðari þjónustu.

Advania steig sín fyrstu skref inn á finnskan markað með kaupunum á Vintor árið 2019. Síðan hefur starfsemi Advania vaxið og eflst í Finnlandi, ekki síst eftir kaupin á Accountor ICT í upphafi síðasta árs. Með kaupum á Beveric bætist enn í lið sérfræðinga Advania í landinu og eru þeir nú um 80 talsins.

Advania veitir viðskiptavinum sínum um öll Norðurlönd, alhliða þjónustu og ráðgjöf um upplýsingatækni. Með liðsauka Beveric breikkar þjónustu- og vöruframboð Advania enn frekar. 

Nánar má lesa um kaupin og sameiningu fyrirtækjanna hér

Fleiri fréttir

Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Blogg
20.10.2025
Reynsla Húsheildar/Hyrnu sýnir hvernig markviss innleiðing á H3 getur breytt leiknum þegar kemur að launa- og mannauðsmálum fyrirtækja.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.