Fréttir - 24.9.2019 12:30:00

Advania verðlaunað fyrir hjólreiðamenningu

Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni veittu Advania Hjólaskálina 2019 fyrir framúrskarandi starf að eflingu hjólreiða. Hjólaskálin er viðurkenning fyrir að hafa hlúð vel að hjólreiðum, verið hvetjandi og öðrum góð fyrirmynd í að tileinka sér hjólreiðar í daglegum önnum.

Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni veittu Advania Hjólaskálina 2019 fyrir framúrskarandi starf að eflingu hjólreiða. Hjólaskálin er viðurkenning fyrir að hafa hlúð vel að hjólreiðum, verið hvetjandi og öðrum góð fyrirmynd í að tileinka sér hjólreiðar í daglegum önnum.

Höfundur og hönnuður Hjólaskálarinnar er Inga Elín Kristinsdóttir myndlistamaður og það er Reykjavíkurborg sem gefur skálina. Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi velja handhafa Hjólaskálarinnar á hverju ári. Meðal þeirra sem hlotið hafa skálina áður eru Hjólakraftur, Isavia, Vínbúðin, Landspítalinn og Albert Jakobsson.

Haukur Eggertsson stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna og Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni afhentu Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania verðlaunin á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar í ráðhúsi Garðabæjar á dögunum.

„Landsamtök hjólreiðamanna hafa ákveðið að veita Advania Hjólaskálina 2019. Advania er stór vinnustaður með yfir 600 starfsmenn. Fyrirtækið eru nokkuð miðsvæðis í Reykjavík nálægt Hlemmi og liggur því nokkuð vel við almenningssamgöngum. Þá hefur Advania byggt upp stóra og góða aðstöðu fyrir hjólreiðamenn og yfir sumarið mætir ríflega fimmtungur starfsmanna á hjóli. Þá hefur um helmingur starfsmanna gert samgöngusamning við félagið. Fyrirtækið varð fyrir vikið fyrsta fyrirtækið til að fá platínu hjólavottun fyrir aðbúnað hjólafólks. Geymslur geta tekið á annað hundrað hjól og er þurrkaðstaða og góð búninga- og sturtuaðstaða á vinnustaðnum,“ sagði Haukur Eggertsson frá Landsamtökum hjólreiðamanna við afhendinguna.
Hann sagði jákvæðra ruðningsáhrifa Advania hafa gætt víða í nærsamfélaginu. Starfsfólk fyrirtækisins hefði staðið sig afar vel í Wow Cyclothoninu og átakinu Hjólað í vinnuna.
„Landssamtök hjólreiðamanna eru því sannfærð um að Advania sé vel að viðurkenningunni komið,“sagði Haukur.

Starfsfólk Advania þakkar kærlega fyrir verðlaunin og ætlar að halda áfram að efla hjólamenninguna innan fyrirtækisins.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.