Nýjasta nýtt - 30.4.2019 08:19:00

Áframhaldandi vöxtur hjá Advania á Íslandi

Árið 2018 var mjög gott rekstrarár hjá Advania á Íslandi. Tekjur, EBITDA og rekstrarhagnaður jukust á milli ára. Óvissuástand í efnahagslífinu hafði þó áhrif á reksturinn á síðustu mánuðum ársins. Tekjur Advania á Íslandi á árinu 2018 numu 15,1 milljarði króna og jukust um tæp 20% milli ára. EBITDA jókst á sama tíma um tæp 11% og nam 1,3 milljarði og rekstarahagnaður (EBIT) jókst um ríflega 24%, fór úr 633 milljónum króna árið 2017 í 787 milljónir krónur árið 2018.

Árið 2018 var mjög gott rekstrarár hjá Advania á Íslandi. Tekjur, EBITDA og rekstrarhagnaður jukust á milli ára. Óvissuástand í efnahagslífinu hafði þó áhrif á reksturinn á síðustu mánuðum ársins.
Tekjur Advania á Íslandi á árinu 2018 numu 15,1 milljarði króna og jukust um tæp 20% milli ára. EBITDA jókst á sama tíma um tæp 11% og nam 1,3 milljarði og rekstarahagnaður (EBIT) jókst um ríflega 24%, fór úr 633 milljónum króna árið 2017 í 787 milljónir krónur árið 2018.

„Á heildina litið er ég mjög sáttur við rekstrarniðurstöðu ársins, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að síðustu mánuðir ársins lituðust af óvissu í efnahagslífinu og kostnaðarhækkunum. Árangurinn skýrist fyrst og fremst af aukinni eftirspurn eftir þjónustu Advania. Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir sjá tækifærin í að fela okkur heildarumsjón með rekstri sinna upplýsingakerfa. Eins var nýjum þjónustulausnum, svo sem frá Outsystems og Salesforce, mjög vel tekið á markaðnum. Til marks um gott gengi okkar valdi Microsoft Advania samstarfsaðila ársins annað árið í röð,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Hann bendir á að hægagangur í viðskiptalífinu á síðustu mánuðum ársins hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þau neikvæðu áhrif héldu áfram fyrstu mánuði þessa árs. Ekki er útséð með hvaða áhrif nýir kjarasamningar munu hafa en óvissan í efnahagslífinu hefur minnkað. Við merkjum jákvæðari tón í samtölum við okkar viðskiptavini. Þannig finnum við fyrir stóraukinni eftirspurn eftir ráðgjöf um stafræna stefnumótun, enda öllum orðið ljóst að snjöll notkun á upplýsingatækni er forsenda árangurs í rekstri. Við horfum því mjög björtum augum á komandi mánuði og árið í heild,“ segir Ægir Már.

Mynd: Framkvæmdastjórn Advania á Íslandi. Frá hægri: Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Jón Brynjar Ólafsson, Ægir Már Þórisson, Anna Björk Bjarnadóttir, Sigrún Ámundadóttir, Einar Þórarinsson og Kristinn Eiríksson.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.