Fréttir - 29.10.2020 10:18:00

Arnór Geir verðlaunaður af Dynamicweb

Hugbúnaðarsérfræðingurinn Arnór Geir Halldórsson hlaut á dögunum viðurkenningu frá Dynamicweb fyrir framúrskarandi starf á árinu.

Hugbúnaðarsérfræðingurinn Arnór Geir Halldórsson hlaut á dögunum viðurkenningu frá Dynamicweb fyrir framúrskarandi starf á árinu.

Dynamicweb er leiðandi vefverslunar- vef- og vörustýringakerfi í heiminum. Advania selur lausnina og þjónustar viðskiptavini við notkun hennar. Nokkrar af öflugustu vefverslunum á Íslandi byggja á Dynamicweb og hafa stóraukið stafræna þjónustu við viðskiptavini verslananna. Notendur lausnarinnar eru fjölmargir um allan heim og hefur myndast líflegt samfélag Dynamicweb-notenda sem á sinn þátt í þróun lausnarinnar.

Árlega veitir Dynamicweb framúrskarandi samstarfsaðilum viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Í ár hlaut Arnór Geir Halldórsson, hugbúnaðarsérfræðingur á viðskiptalausnasviði Advania, verðlaunin; Most Valuable Professional Award 2020.

Var það mat stjórnenda Dynamicweb að Arnór væri hópi þeirra framúrskrandi samstarfsaðila sem sköpuðu virði fyrirtæki og viðskiptavini þeirra.
„Þessir einstaklingar færa fyrir fyrirtæki okkar og kjarnastarfsemi Dynamicweb-samfélagsins gríðarlega mikilvæga þekkingu,“ segir Nicolai Pedersen, tækniþróunarstjóri Dynamicweb, í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér.

Við hjá Advania óskum Arnóri Geir til hamingju með verðlaunin og hlökkum til frekara samstarfs með Dynamicweb.

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.