Fréttir - 29.10.2020 10:18:00

Arnór Geir verðlaunaður af Dynamicweb

Hugbúnaðarsérfræðingurinn Arnór Geir Halldórsson hlaut á dögunum viðurkenningu frá Dynamicweb fyrir framúrskarandi starf á árinu.

Hugbúnaðarsérfræðingurinn Arnór Geir Halldórsson hlaut á dögunum viðurkenningu frá Dynamicweb fyrir framúrskarandi starf á árinu.

Dynamicweb er leiðandi vefverslunar- vef- og vörustýringakerfi í heiminum. Advania selur lausnina og þjónustar viðskiptavini við notkun hennar. Nokkrar af öflugustu vefverslunum á Íslandi byggja á Dynamicweb og hafa stóraukið stafræna þjónustu við viðskiptavini verslananna. Notendur lausnarinnar eru fjölmargir um allan heim og hefur myndast líflegt samfélag Dynamicweb-notenda sem á sinn þátt í þróun lausnarinnar.

Árlega veitir Dynamicweb framúrskarandi samstarfsaðilum viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Í ár hlaut Arnór Geir Halldórsson, hugbúnaðarsérfræðingur á viðskiptalausnasviði Advania, verðlaunin; Most Valuable Professional Award 2020.

Var það mat stjórnenda Dynamicweb að Arnór væri hópi þeirra framúrskrandi samstarfsaðila sem sköpuðu virði fyrirtæki og viðskiptavini þeirra.
„Þessir einstaklingar færa fyrir fyrirtæki okkar og kjarnastarfsemi Dynamicweb-samfélagsins gríðarlega mikilvæga þekkingu,“ segir Nicolai Pedersen, tækniþróunarstjóri Dynamicweb, í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér.

Við hjá Advania óskum Arnóri Geir til hamingju með verðlaunin og hlökkum til frekara samstarfs með Dynamicweb.

Fleiri fréttir

Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.