Fréttir - 12.2.2021 12:29:00

Áskoranir í upplýsingatækni 2021

Lykilviðskiptavinir rekstrarlausna Advania komu saman á árlegum fundi á dögunum þar sem ræddar voru helstu árskoranir í upplýsingatækni árið 2021. Viðskiptavinir deildu reynslu sinni af liðnu ári og lærdómnum af tækniframförum.

Lykilviðskiptavinir rekstrarlausna Advania komu saman á árlegum fundi á dögunum þar sem ræddar voru helstu árskoranir í upplýsingatækni árið 2021. Viðskiptavinir deildu reynslu sinni af liðnu ári og lærdómnum af tækniframförum.



Á árlegum fundi rekstrarlausna Advania með viðskiptavinum, var rætt um verkefnin sem blasa við eftir hinar miklu tækniframfarir sem átt hafa sér stað á tímum covid. Viðskiptavinir Advania eru fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum en öll þurfa þau að stafrænni þróun, öryggismálum og traustum rekstri upplýsingakerfa.



Birna Íris Jónsdóttir eigandi Fractal ráðgjafar vakti athygli á þeirri tilhneigingu að fyrirtæki setji fókus á spennandi þróunarverkefni á nýrri þjónustu, en veiti því minni athygli að hlúa vel að gömlum kerfum, uppfæra þau og taka til í innviðum.

Hún vakti einnig athygli á þeim vannýttu tækifærum sem felast í endurnýtingu á notendabúnaði og aukinni sjálfbærni í upplýsingatækni. Hún benti á mikilvægi þess að vinnustaðir endurspegli einhverskonar þverskurð þjóðarinnar og að fjölbreyttur hópur fólks komi að þróun og ákvörðunum í upplýsingatækni.

 

Hlöðver Thor Árnason, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kviku, sagði frá áskorunum í fjármálageiranum, áherslum Kviku og hvernig bankinn hefur valið að útvista hluta sinna verkefna.

 

 

Ragnhildur Ágústsdóttir frá Microsoft á Íslandi fjallaði um áhrifin sem Covid-19 hefur haft á vinnuumhverfi fólks og hvers vegna talið er að það sé breytt til framtíðar. Hún óttast að smærri fyrirtæki hafi ekki bolmagn í að verjast öryggisógnum og telur brýnt að vinnustaðir leggi meiri áherslu á öryggismál.

 

 

 

Riaan Dreyer, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka, sagði frá verkefnum bankans. Hvernig bankinn hyggst aðlagast að tækniframförum, nýta sér þær nýju þjónustur sem orðnar eru aðgengilegar og standast harða samkeppni um gott viðmót í bankaþjónustu. 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.