Nýjasta nýtt - 21.1.2019 11:35:00

Ásta Þöll og Elísabet til Advania

Þær Ásta Þöll Gylfadóttir og Elísabet Árnadóttir hafa bæst í ráðgjafateymið Advania Advice.

Þær Ásta Þöll Gylfadóttir og Elísabet Árnadóttir hafa bæst í ráðgjafateymið Advania Advice.

Ráðgjöf er sívaxandi hluti af starfsemi Advania. Ráðgjafateymið Advania Advice aðstoðar fyrirtæki að grípa þau tækifæri sem felast í stafrænni umbreytingu. Það hjálpar stjórnendum að tileinka sér nýja hugsun og vinnubrögð til að efla fyrirtæki í stafrænum heimi.

Ásta Þöll hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. Hún hefur unnið með hugmyndafræði notendamiðaðrar hönnunar í stefnumótun og stafrænum þróunarverkefnum og hefur reynslu af agile-verkefnastjórnun. Hún hefur komið að nýsköpunarverkefnum og hugmyndaþróun við að bæta upplifun og þjónustu. Ásta Þöll bjó í Kaupmannahöfn í 10 ár þar sem hún útskrifaðist frá upplýsingatækniháskólanum ITU með gráðu í stafrænni hönnun og miðlun.

Elísabet hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi bæði hjá framleiðslufyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Hún hefur annast gæðastjórnun, upplýsingaöryggi og áhættustjórnun og hefur byggt upp og rekið gæðakerfi með ISO stöðlunum og ITIL (Information Technology Infrastructure Library). Elísabet hefur starfað hjá Stjörnu-Odda, Össuri, Arion banka sem gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs. Hún hefur einnig setið í stjórn Lífsverks, lífeyrissjóðs verkfræðinga. Hún er verkfræðingur með gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og London Metropolitan Business School. Hún lýkur prófi til löggildingar í verðbréfamiðlun í janúar 2019.

„Íslenskir stjórnendur eru mjög vakandi fyrir því að kynna sér og finna tækifærin sem felast í fjórðu iðnbyltingunni. Við hjá Advania vitum hversu flókið það er að marka sér stefnu í síbreytilegu stafrænu umhverfi. Við erum hæstánægð með góða viðbót í Advice ráðgjafateymið og hlökkum til að hjálpa stjórnendum að búa til skýra framtíðarsýn fyrr sína stafrænu vegferð,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.