Nýjasta nýtt - 4.7.2019 14:47:00

Auður Inga ráðin markaðsstjóri Advania

Auður Inga Einarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania.

Auður Inga Einarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania.

Auður var áður forstöðumaður notendalausna fyrirtækisins og bar meðal annars ábyrgð á vefverslun Advania, innkaupum á vélbúnaði og þjónustu á sviði notendabúnaðar. Hún hóf störf sem sölustjóri hjá Advania árið 2012. Hún hefur því langa og góða reynslu hjá Advania og hefur gengt fleiri ábyrgðastöðum á þeim tíma.

Þar áður starfaði Auður hjá Vodafone frá árinu 2004, síðast sem rekstrarstjóri verslana fyrirtækisins.

Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í forystu og stjórnun.
Auður tekur við starfinu af Sesselíu Birgisdóttur og stýrir áframhaldandi uppbyggingu Advania í stafrænu sölu- og markaðsstarfi.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.