Blogg - 10.9.2019 18:20:00

Ávinningur starfsmannasamtala

Ávinningurinn af því að einfalda framkvæmd starfsmannsamtala er mikill því tíminn er dýrmætur, og samtölin eru mikilvæg því þau skapa virði fyrir starfsfólk og stjórnendur.

Ávinningurinn af því að einfalda framkvæmd starfsmannsamtala er mikill því tíminn er dýrmætur, og samtölin eru mikilvæg því þau skapa virði fyrir starfsfólk og stjórnendur. 

 

Hvernig gengur samstarfið?

Rannsóknir hafa sýnt fram á að oft eru það samskipti við stjórnendur fremur en t.d. laun sem fær fólk til að skipta um starf. Það skiptir því miklu máli að byggja upp gott samband og traust á milli starfsfólks og stjórnenda og starfsfólk vill almennt eiga gott samstarf við sinn stjórnanda. Það hefur kannski ekki þörf fyrir að ræða á hverjum degi hvernig samstarfið gengur en samt oftar en einu sinni á ári sem var útfærslan sem var lengi fyrir valinu.

Ánægja í starfi ræðst af mörgu en stór áhrifavaldur er samband við næsta stjórnanda. Fólk vill vita hverjar væntingarnar eru um verkefni og frammistöðu. Þess vegna skiptir samtalið við næsta stjórnanda máli og að það sé reglulega þannig að starfsmaður og stjórnandi fái tækifæri til að fara yfir stöðuna.

Starfsmannasamtöl er hægt að útfæra með ólíku sniði eftir þörfum hvers fyrirtækis og þær þarfir breytast reglulega og því vert að ítra aðferðir og form þeirra. Sum fyrirtæki vilja nota frammistöðumælikvarða en önnur velja stutt samtal. Mannauðsfólk leggur metnað í að sinna þessum þörfum hverju sinni og það getur borgað sig að fá líka að fá aðstoð ráðgjöf sérfræðinga í starfsþróun til að finna bestu úfærsluna.

Undanfarin misseri hefur komið upp gagnrýni á starfsmannasamtalið sem hefur oftar en ekki snúið að því að það skili ekki virði og sé of tímafrekt. En aðferðirnar hafa breyst og þar sem var áður einhliða mat er nú oftar orðið samtal og með betri umgjörð sem þarf ekki að taka langan tíma til að skila árangri.

 

Hvað er virðið í samtalinu fyrir starfsfólk?

Starfsfólk mætir ekki fyrsta daginn í nýju starfi og veit sjálfkrafa hvaða verkefni eru mikilvægust. Áherslur breytast svo reglulega í takt við breytingar á fyrirtækinu og þess vegna þarf stuðning frá stjórnanda með reglulegu samtali. Oft er þetta eina tækifæri starfsfólks til að spjalla í einrúmi við sinn stjórnanda um það sem snýr að starfsánægju og ekki eingöngu verkefni. Starfsfólk vill líka þróast í starfi og oft krefjast breytingar í starfsumhverfinu þess að fólk þarf stöðugri þjálfun. Starfsfólk þarf að geta átt samtalið við sinn stjórnanda til að fá tækifæri til að öðlast nýja hæfni.

Með reglulegu samtali hvort sem það er snerpusamtal eða margslungið frammistöðusamtal með mælikvörðum þá getur það hjálpað fólki að sjá hvort það sé að ná árangri í starfinu og meta hvort það sé í rétta starfinu.

Báðum aðilum þarf líka að bjóðast leiðbeiningar eða þjálfun í starfsmannasamtölum því samtalið þarf að mæta væntingum um sanngjarnt mat á frammistöðu og sem vettvangur til að ákveða sameiginleg markmið.

 

Hvað er virðið í samtalinu fyrir stjórnendur?

Það er augljóst virði í því að ræða við starfsfólk til að stilla saman fókusinn og hvað sé betra að gera meira eða minna af til að ná árangri saman.

Markmiðasetning starfsfólks þarf að styðja við markmið fyrirtækisins og fólk þarf að sjá hvernig það getur lagt sitt að mörkum.

Stjórnandi getur líka í samtalinu fundið út úr því hvort starfsfólk þarf meiri stuðning, þjálfun eða hvort væntingar um árangur séu raunhæfar.

Stjórnandi er einnig líklegri til að ná árangri með starfsfólki þar sem myndast traust og tengsl sem gerist frekar ef reglulegt samtal er til staðar. Sýnt hefur verið fram á að tíðari samtöl hafi áhrif á helgun starfsfólks sem stuðlar að betri árangri og minni veikindum.                    

 

Hvernig er framkvæmdin?

Mannauðslausnir Advania í samstarfi við eloomi eru að gera starfsfólki og stjórnendum auðveldara að ná fram virðinu í starfsmannasamtalinu með því að einfalda umgjörðina. Með því gefst fyrirtækjum tækifæri til að mæta nútíma kröfum um einfaldleika sem auðveldar innleiðingu og þjálfun. Til þess að samtalið skili árangri þarf að undirbúa það vel og með rafrænum hætti geta bæði stjórnandi og starfsfólk undirbúið sig í sitthvoru lagi og sett fram markmið með samtalinu.

Uppsetningin á samtalinu getur breyst frá því að vera margþættur kvarði á frammistöðu í það að vera stutt samtal. Frammistöðulausn eloomi býður einnig upp á möguleikann á að halda utan um marga frammistöðumælikvarða, hæfni, markmið og leiðsögn stjórnanda.

Vel framkvæmt starfsmannasamtal er öflugt verkfæri til að hvetja fólk áfram til góðra verka og lausn eins og eloomi nýtir betur tíma starfsfólks og stjórnenda.

 

Höfundur er Guðríður Hjördís Baldursdóttir vörustjóri mannauðs, fræðslu og ráðninga hjá Mannauðslausnum Advania. Hún hefur starfað að mannauðsmálum undanfarin 15 ár meðal annars sem mannauðsstjóri hjá Festi og Norvik. Guðríður er með M.B.A gráðu frá University of South Alabama.

Mannauðslausnir Advania bjóða lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við þau verkefni og áskoranir sem þau standa frammi fyrir frá upphafi starfsferils til starfsloka ásamt því að vera með öflugt og reynslumikið teymi ráðgjafa sem bjóða ráðgjöf og vinnustofur til að hjálpa fyrirtækjum að finna rétta nálgun að árangri í mannauðsmálum.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.