Fréttir - 02.02.2022

Birgitta stýrir viðskiptaþróun hjá Advania

Öflugur hópur sérfræðinga hefur gengið til liðs við Advania til að stýra viðskiptaþróun veflausna fyrirtækisins. Fyrir teyminu fer Birgitta Ósk Rúnarsdóttir sem hefur víðtæka reynslu úr hugbúnaðar- og fjármálageiranum. 


Veflausnir Advania er ein stærsta hugbúnaðardeild landsins en þar starfa um 50 sérfræðingar. Hópur sérfræðinga myndar nú nýja einingu innan veflausna sem hefur það hlutverk að hjálpa viðskiptavinum að ná samkeppnisforskoti á sínu sviði. Þau hafa fjölbreytta reynslu á sviði fjármála, vefverslunar, hönnunar og forritunar. Nýlega bættust fjórir öflugir sérfræðingar við teymið sem nú telur tíu manns. 

Fyrir teyminu fer Birgitta Ósk Rúnarsdóttir. Hún hefur yfir 10 ára reynslu í þjónustu við viðskiptavini. Hún kemur til Advania frá Sendiráðinu þar sem hún var verkefnastjóri hugbúnaðarverkefna. Þar áður starfaði hún hjá Landsbankanum og hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála. Birgitta hefur setið í stjórn SVEF (Samtaka vefiðnaðarins), Systra og Tvíundar hjá Háskólanum í Reykjavík þaðan sem hún lauk B.Sc. í tölvunarfræði og stundar nú MPM-nám við sama skóla.

 

Arna Gunnur Ingólfsdóttir kemur frá WebMo Design. Hún er meðal helstu sérfræðinga landsins í vefverslun. Arna var áður markaðs- og sölustjóri hjá Stokki Software, vefverslunarstjóri Bláa lónsins og Head of Digital hjá WebMo Design. Hún er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú MPM-nám við sama skóla. 

Einar Örn Bjarnason býr yfir 20 ára reynslu í þjónustu við viðskiptavini, innleiðingu og rekstur á kerfum. Hann starfaði áður sem rekstrar- og verkefnastjóri hjá Optima, þar á undan í 10 ár sem sérfræðingur í tækniþjónustu Símans. Hann er með B.Sc. í viðskiptafræði og MPM-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Sveinn Bjarnason hefur yfir 20 ára reynslu af hugbúnaðargerð, fyrst sem forritari hjá Trackwell Software og síðan í 14 ár hjá Fuglum, þar sem hann meðal annars starfaði sem verkefnastjóri stafrænna verkefna síðastliðin fimm ár. Hann er með B.Sc. í tölvunarfræði og MPM-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

,,Það er mikill fengur að fá þessa reynslubolta til liðs við okkur enda með yfirgripsmikla þekkingu sem viðskiptavinir okkar munu njóta góðs af. Við erum afskaplega ánægð að hafa náð í svo kraftmikið fólk,” segir Valeria Rivina, forstöðukona veflausna Advania. 

„Advania er eitt stærsta og flottasta tæknifyrirtæki landsins og það er mér mikill heiður að fá tækifæri á að taka við hlutverki deildarstjóra viðskiptaþróunar. Ég er ákaflega þakklát að fá að sameina ástríðu mína sem liggur í tækni, hönnun og viðskiptum,“ segir Birgitta Ósk, deildarstjóri viðskiptaþróunar veflausna. 


 

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.