Nýjasta nýtt - 5.11.2015 12:08:00

Bjarni Birgisson til Advania Norden

Bjarni tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar

Á starfsmannafundi Advania sem haldinn var í morgun kynnti Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, að Bjarni Birgisson, áður framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Advania á Íslandi, myndi taka við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Advania Norden.  Meginverkefni hans í nýju starfi munu snúa að því að koma auga á ný og álitleg viðskiptatækifæri og koma af stað þróunarstarfi á nýjum lausnum.

Á sama tíma var boðuð sameining tveggja afkomusviða. Hugbúnaðar- og stjórnsýslulausnir verða sameinuð undir nafni hugbúnaðarlausna og tvær deildir sem áður heyrðu undir þessi afkomusvið, mannauðs- og veflausnir, færast yfir á svið viðskiptalausna. 

„Bjarni býr að mikilli reynslu og það er mikið gæfuspor fyrir samstæðuna í heild að fá hann í þetta hlutverk“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Fækkun afkomusviða einfaldar ýmsa innri ferla hjá okkur og við erum sannfærð um að þetta muni skila sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini.“

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.