Chipoloskífur seljast eins og heitar lummur
Núna er hægt að hringja í lyklana sína!
Núna er hægt að hringja í lyklana sína!
„Núna væri gott að geta hringt í lyklana mína“. Hver hefur ekki hugsað þetta en ekkert getað gert í málinu? Búið er að finna lausn á vandamálinu með litlum skífum sem hægt er að „hringja“ í og heita Chipolo. Skífurnar vinsælu fást hjá Advania og hafa selst upp fjórum sinnum á síðustu vikum. Chipolo er fyrsti rakningargræjan sem gengur á öll stærstu stýrikerfin. Ný sending er að detta í hús – þannig jólagjöfinni er bjargað.
Hvernig virkar þetta?
Þetta er einfalt, Chipolo er hengt í það sem þú vilt ekki týna. Þú parar skífuna saman við snjallsímann þinn í gegnum Chipolo appið sem fæst í gegnum iStore, Playstore eða Windows Store. Þetta er gert í gegnum Bluetooth tengið á snjallsímanum. Hægt er að tengja marga Chipolo við einn síma og þess vegna er fást skífurnar í mörgum litum.
Finnur allt – líka símann þinn
Ef það eru lyklarnir sem eru týndir þá ýtir þú á appið og Chipolo skífan tísir. Þetta virkar reyndar í báðar áttir því ef þú finnur ekki snjallsímann en ert með Chipolo á þér þá getur þú hrist Chipolo og snjallsíminn tístir. Drægni er 60m í beinni sjónlínu en virkar líka nokkuð vel þó ekki sé bein sjónlínan. Vilji svo til að Chipolo missi tengingu þá man appið hvar þú skildir við hann síðast og sýnir þér það á Google korti.
Um leið og þú dettur aftur í nánd við Chipolo poppar hann aftur inn. Sértu í mikilli klípu getur þú sent út skilaboð á aðra Chipolo eigendur og ef þeir samþykkja að hjálpa þér þá munu þeir senda þér tilkynningar sjálfkrafa ef þeir detta í nágrenni við þinn Chipolo. Hættu því í hinni endalausri leit, Chipolo reddar þér.
Hér er myndband af þessari snilldar græju.