Nýjasta nýtt - 5.2.2019 15:27:00

Efld þjónusta við byggingariðnaðinn

Byko hefur opnað nýja vefverslun þar sem þjónusta við viðskiptavini hefur verið bætt og vöruúrvalið aukið.

Byko hefur opnað nýja vefverslun þar sem þjónusta við viðskiptavini hefur verið bætt og vöruúrvalið aukið.

Verslunin er einföld í notkun og veitir góða yfirsýn yfir vörur og þjónustu BYKO. Advania sá um hönnun og uppsetningu í vefverslunar- og markaðskerfinu Dynamicweb með samþættingu við nýuppfærð viðskiptakerfi BYKO. Vefverslunin er með þeim umfangsmeiri sem Advania hefur komið að.

„Markmiðið er að efla þjónustu við viðskiptavini og ekki síst að spara fagfólki í byggingargeiranum sporin. Vefverslunin er eitt af mörgum stórum skrefum sem BYKO hyggst stíga á næstunni í bæta upplifun viðskiptavina með stafrænni þjónustu,“ segir Sigurður Brynjar Pálsson frá BYKO.

Vöruúrvalið í vefversluninni hleypur á þúsundum og verður aukið enn frekar á næstunni. Hægt verður að skoða ítarlegar tæknilýsingar hverrar vöru og sjá greinargóðar myndir sem auðveldar viðskiptavinum að velja vörur á faglegan hátt. Stafræn verslun og þjónusta er nú ein af áherslum BYKO.

„BYKO hefur stigið framsækið skref í takt við nútíma verslunarhætti. Neytendur gera nú kröfu um að geta kynnt sér vöruúrval á netinu, borið saman verð og áttað sig á eiginleikum vörunnar. Hjá BYKO er ríkur skilningur á öllu ferlinu um hvernig vefverslun virkar. Þau hafa lagt á sig gríðarlega vinnu við að uppfæra og efla sín innri kerfi og mæta kröfum viðskiptavina með nýjum vef,“ segir Bríet Pálsdóttir deildarstjóri hjá Advania.

Skoðaðu nýju vefverslun BYKO hér.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.