Nýjasta nýtt - 18.2.2019 14:22:00

Eins og innbrot á heimilið

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Svikahrapparnir blekktu viðskiptavin Artic Trucks til að greiða upphæðina inn á sinn eigin bankareikning í stað bankareiknings Arctic Trucks en greiðslan var vegna ferðar tveggja einstaklinga á Suðurpólinn með íslenska fyrirtækinu. Svikarinn fylgdist með samskiptum ferðalanganna og Artic trucks í langan tíma áður en hann lét til skarar skríða.

„Mér leið eins og einhver hefði brotist inná heimili mitt og tekið eitthvað. Það er greinilegt að einhver var að fylgjast með manni,“ segir Herjólfur Guðbjartsson forstjóri Arctic Trucks um upplifun sína af svikunum.

Í þessu podcasti heyrum við lýsingar Herjólfs af svikunum og spyrjum Daða Gunnarsson sérfræðing í netbrotadeild lögreglunnar hverjir standi að baki umfangsmiklum netsvikum sem nú herja á einstaklinga og fyrirtæki í landinu.


Advania stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um stafrænar ógnir, netsvik og öryggisvitund föstudaginn 22.febrúar. Skoðaðu dagskrá fundarins hér. 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.