Nýjasta nýtt - 4.1.2017 15:57:00

Einstök námstefna um skólalausnir Google 14.-15. janúar

EdTechTeam, Advania, Verzlunarskóli Íslands og Google for Education standa fyrir einstakri ráðstefnu um skólalausnir

Þeir sem hafa brennandi áhuga á menntamálum og þróun skólastarfs ættu ekki að missa af einstakri tveggja daga námstefnu þar sem fjallað verður um skólalausnir Google og hvernig þær gjörbylta skólastarfi. Auk þess munu þekktir fyrirlesarar á borð við Jennie Cho Magiera miðla af eigin reynslu og vera gestum innblástur í daglegum störfum þeirra. 

Jennie Cho Magiera er gestum Haustráðstefnu Advania 2016 vel kunnug, enda sló erindi hennar þar algjörlega í gegn og við hvetjum lesendur til að horfa á erindi hennar með því að smella hér.

Námstefnan fer fram dagana 14.-15. janúar en það er EdTechTeam sem stendur fyrir henni í samstarfi við Advania, Verzlunarskóla Íslands og Google for Education.

Auk lykilfyrirlestra verður farið ítarlega yfir G Suite for Education sem er sérstakt safn lausna sem Google hefur þróað og er sniðið að þörfum þeirra sem starfa að menntamálum. Með lausnunum fá nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn menntastofnana aðgang að safni forrita sem auðvelda kennslu og samskipti við nemendur, bæta skipulag, og auka yfirsýn yfir verkefni. 

Allar lausnirnar eru svokallaðar skýjalausnir og hægt er að nota þær í nettengdum tækjum, hvar og hvenær sem er. Skólalausnir Goggle njóta sífellt meiri vinsælda meðal þeirra sem starfa að menntamálum um heim allan.

„Okkur hjá Advania finnst sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi „Ég hef mikla trú á því að námstefnan eigi eftir að hitta beint í mark hjá tæknisinnuðu fólki sem starfar við menntamál.“

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.