Blogg - 17.02.2015

Fimm ráð fyrir foreldra á tækniöld

Það er krefjandi að vera foreldri á tækniöld og margt sem þarf að huga að.

Það er krefjandi að vera foreldri á tækniöld og margt sem þarf að huga að.  Foreldrar kvarta gjarnan yfir því að það sé erfitt að átta sig á hvað börn og unglingar eru að gera á samfélagsmiðlum, snjallsímum og tölvum. Jafnframt hafa þeir réttmætar áhyggjur af dökku hliðunum af netnotkun og samfélagsmiðlum. Hér eru fimm ráð sem ég vona að geti hjálpað foreldrum að fylgjast betur með netnotkun barna og unglinga og hafa jákvæð áhrif.

Notaðu sömu vefsíður og forrit (öpp) og barnið þitt

Þú lærir af þessu og verður í betri stöðu til að leiðbeina barninu.

Spilaðu tölvuleikina sem barnið þitt spilar

Þannig sérðu út á hvað leikirnir ganga og hvernig barnið notar leikinn.  Í dag eru margir leikir með innbyggðum samskiptamöguleika og mörg börn kynnast öðrum spilurum í gegnum tölvuleiki.

Vertu vinur barnsins þíns á öllum þeim samfélagsmiðlum sem barnið notar

Þetta á jafnt við um Facebook, Instagram, Snapchat, o.s.frv. Þannig getur þú haft auga með barninu en meiru skiptir að með þessu færðu tækifæri til að vera fyrirmynd með því að sýna barninu hvernig ábyrgur einstaklingur notar samfélagsmiðla. 

Biddu barnið um að sýna þér vefsíður sem því finnast flottar og það notar 

Sýndu barninu og því sem það gerir áhuga.  Skoðaðu það sem barnið sýnir þér með opnum hug og hafðu í huga að þú vilt vinna traust barnsins. Þú vilt að barnið þitt treysti þér til að sýna allar þær vefsíður sem það notar.

Deildu reynslu þinni með öðrum foreldrum

Fáðu upplýsingar frá þeim um hvað börnin þeirra gera á netinu.  Foreldrasamfélagið á að vera sterkt.

Með því að vera opin fyrir því sem barnið er að gera og forðast að dæma og banna án þess að skoða, vinnum við traust barnanna.  Þegar börnin treysta okkur getum við tekið upplýsta umræðu við börnin um hvað gæti verið varasamt. Mín skoðun er sú að ef við upplýsum börnin um hætturnar eru meiri líkur á að þau varist þær en ef við bönnum hlutina án umræðu.  Stundum gera bönn hlutina spennandi.

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.