Nýjasta nýtt - 25.6.2015 17:33:00

Frækinn árangur í WOW Cyclothon

Strákarnir okkar eru komnir í mark og urðu í 17. sæti í B flokki í WOW Cyclothon

Eftir skemmtilega, harða og spennandi keppni eru keppendur í WOW Cyclothon nú byrjaðir að streyma í mark. Okkar menn kláruðu dæmið rétt fyrir kl. 14 í dag og stóðu sig með mikilli prýði.

Þeir urðu í 17. sæti í B flokki eftir að hafa lagt að baki 1.358 kílómetra á 42 klukkustundum og 44 mínútum, einungis 39 sekúndum á eftir liði Landsbankans. 

WOW Cyclothon er ekki bara keppni, heldur líka vettvangur til að styrkja gott málefni. Í ár hjóla keppendur til styrktar Geðsviði Landspítalans á Kleppi en safnað er fyrir uppbyggingu á batamiðstöð sem mun gera vistfólki á Kleppi kleift að stunda hreyfingu undir handleiðslu íþróttafræðings. 

Þegar þetta er skrifað hafa liðsmenn Team Advania safnað alls 127 þúsund krónum í áheitum, og enn er hægt að leggja málefninu lið á áheitasíðu Team Advania.

Við erum ótrúlega stolt af köppunum okkar og óskum þeim innilega til hamingju með þetta frækilega afrek. Þeir voru þreyttir, en vitanlega gríðarlega hamingjusamir þegar í mark var komið.

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.