Fréttir - 14.12.2021

Framtíð viðskiptakerfa í skýi


Nútíma viðskiptakerfi bjóða uppá mikla möguleika til einföldunar á viðskiptaferlum, frekari sjálfvirkni og tengingu við ytri kerfi eins og vefverslanir. Með því að færa viðskiptakerfið í skýið fá fyrirtæki aðgang að kerfi sem er alltaf uppfært sem þýðir að stórar og erfiðar uppfærslur viðskiptakerfa heyra sögunni til. Þess í stað fá notendur reglulegar smærri uppfærslur sem verða til þess að rekstur kerfisins verður stöðugri og notendur fá stöðugt aðgang að nýjungum og viðbótum.


Sigríður Sía Þórðardóttir, forstöðumaður Dynamics 365 hjá Advania, skrifar:

 

Microsoft býður uppá viðskiptakerfi í skýinu sem eru margfalt öflugri heldur en forverar þeirra. Kerfin bjóða upp á umfangsmikla staðlaða virkni sem notendur geta nýtt sér eftir þeirra þörfum hverju sinni. Til viðbótar hafa fyrirtæki möguleika á að kaupa öpp sem tengjast þessu staðlaða kerfi og leysa þarfir sem áður voru leystar með flóknum séraðlögunum.

Með öflugt viðskiptakerfi í skýinu verður mögulegt að:

 • Ná fram heildaryfirsýn yfir reksturinn hverju sinni

 • Taka gagnadrifnar ákvarðanir

 • Auka skilvirkni með aukinni sjálfvirkni

 • Nýta gervigreind til að bæta ákvarðanatöku

 • Einfalda viðskiptaferla

 

Mörg fyrirtæki nýta sér viðskiptakerfi sem er komið til ára sinna og er jafnvel ekki stutt með nýjum uppfærslum. Þessi kerfi hafa jafnvel verið aðlöguð að þörfum viðskiptavina með ýmiskonar séraðlögunum sem hafa stutt vel við viðskiptaferla fyrirtækisins og auðveldað notendum að nota kerfin. Til dæmis þekkja Microsoft Dynamics AX notendur það að uppfæra kerfin á nokkurra ára fresti sem hefur gjarnan verið dýrt og erfitt ferli.

Skrefið í skýið er ekkert endilega auðvelt en það er klárlega næsta skref fyrir mörg fyrirtæki. Mikilvægt er að undirbúa vegferðina vel þar sem framtíðarsýnin er skýr og markmiðin með uppfærslunni styðja við þessa framtíðarsýn. Eðlilegt næsta skref fyrir fyrirtæki sem nýta Microsoft Dynamics AX er að færa sig í Microsoft Dynamics 365 Finance eða Dynamics Business Central. Með því að treysta áfram á Microsoft umhverfið eru fyrirtæki að nýta vel núverandi þekkingu á t.d. Microsoft Office eða SharePoint sem er einmitt mjög vel samofið við Dynamics umhverfið. Valið á milli mismunandi lausna frá Microsoft er oft ferli sem fyrirtæki kjósa að fá ráðgjöf við og viljum við hjá Advania benda á okkar sérþekkingu á þessu sviði. Lausnirnar frá Microsoft styðja á mismunandi hátt við fyrirtæki, oft byggt á stærð og umfangi rekstrar og því er mikilvægt að velja þá lausn sem hentar þínum rekstri og markmiðum þíns fyrirtækis.  


Þegar lagt er af stað er mikilvægt að spyrja sig: 

 • Hver eru markmiðin með nýju kerfi?

 • Af hverju viljum við fara í nýtt kerfi?

 • Hvað viljum við fá útúr verkefninu?

 • Afhverju erum við að fara í verkefnið núna?

 • Hver er tímaramminn og forgangurinn á verkefninu?

 • Hvernig rímar það við markmið og stefnu fyrirtækisins?Hjá Advania höfum við öflugt teymi ráðgjafa sem getur aðstoðað við val á lausn og veitt ráðgjöf varðandi undirbúning og framkvæmd innleiðingar. Ekki hika við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar vakna. 

Hér er hægt að finna nánari upplýsingar um viðskiptakerfi Microsoft Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.