Nýjasta nýtt - 12.6.2015 14:25:00

Fríhöfnin velur Advania

Fríhöfnin hefur endurnýjað afgreiðslubúnað og biðraðakerfi.

 
Nýtt afgreiðsluferli í brottfararsal flugstöð Leifs Eiríkssonar

Fríhöfnin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur nú endurnýjað og breytt öllu sínu afgreiðsluferli í brottfarasalnum, í samstarfi við Advania. Markmiðið er að flýta afgreiðslu, minnka biðtíma farþega og bæta þjónustuna í versluninni. Efst á baugi í þessum umbótum er biðraðakerfi og sjálf afgreiðslustöðin.

Miklu skiptir að lágmarka biðtíma

„Það skiptir miklu máli að geta afgreitt hratt og vel allan þann fjölda ferðamanna sem nú fara um Keflavíkurflugvöll. Fyrir okkur er því lykilatriði að hafa  áreiðanlegan og skilvirkan búnað til að lágmarka biðtíma viðskiptavina“, segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.

Sambyggðar afgreiðslutölvur

Flugstöðin valdi nýjar NCR RealPOS XR7 sambyggðar afgreiðslutölvur, NCR prentara, Symbol Skanna og skúffur sem eru að leysa af eldri NCR búnað. NCR RealPOS XR7 er það nýjasta og besta í afgreiðslutölvum og falleg hönnun vélarinnar virkar vel með nýjum innréttingum í Fríhöfninni.

Viðskiptavinir sjá og heyra í næsta lausa afgreiðslukassa!

„Biðraðakerfið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og gengur undir nafninu QMATIC Linea. Biðröðin myndast eins og hefðbundið er og „kallar“ kerfið sjálfkrafa upp viðskiptavini, bæði með blikkandi ljósi og „röddu“ og gefur um leið til kynna hvert viðkomandi á að fara“, segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri hjá Advania.  

Afgreiðsla, útfærsla og uppsetning voru til fyrirmyndar bæði hjá ISAVIA, Fríhöfninni og Advania.

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.