Nýjasta nýtt - 9.4.2019 13:18:00

Gervigreindarsérfræðingur til Advania

Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði á gervigreindar.

Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði á gervigreindar.


Helgi Svanur býr yfir einstakri þekkingu á upplýsingatækni sem lítið hefur verið notuð á Íslandi. Hann hefur meðal annars unnið með stór gagnasett og flóknar greiningar á þeim, gervigreind og sjálfvirknivæðingu ferla.

Helgi Svanur fór áður fyrir stafrænni umbreytingu, sjálfvirknivæðingu og gagnavísindum hjá KPMG á Íslandi. Hann ólst upp í Bretlandi þar sem hann lauk meistaragráðu í stærðfræði frá háskólanum í Warwick.

Hann hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Deloitte við gagnastjórnun og greiningu gagna. Hann kom einnig á legg viðburðaappinu Who‘s Up sem var aðgengilegt í IOS og Android og nýtti gervigreind til að tengja fólk saman á nýstárlegan hátt út frá tengslaneti og áhugamálum. Samhliða því starfaði Helgi Svanur sjálfstætt við gagnavísindi og arkitektúr gagnakerfa í fjármálageira og smásölu í Singapore, Shanghai og London.

„Gervigreind er ekki lengur eitthvað sem aðeins er stundað á rannsóknarstofum heldur er tæknin orðin aðgengileg og getur reynst fyrirtækjum mjög arðbær. Helgi Svanur kemur með mikla þekkingu og reynslu af gervigreind og leiðir sókn Advania á því sviði. Það er tímabært að íslensk fyrirtæki nýti sér þessa tækni til að skapa sér samkeppnisforskot,“ segir Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.