Nýjasta nýtt - 10.4.2017 11:20:00

HS Orka velur hýsingar- og rekstrarþjónustu Advania

Advania mun bera ábyrgð á rekstri og framþróun miðlægra kerfa HS Orku, tryggja hýsingu þeirra í fullkomnu gagnaveri og sjá fyrirtækinu fyrir allri rekstrartengdri þjónustu.

HS Orka hefur gert samning við Advania um hýsingar- og rekstrarþjónustu. Advania mun bera ábyrgð á rekstri og framþróun miðlægra kerfa HS Orku, tryggja hýsingu þeirra í fullkomnu gagnaveri og sjá fyrirtækinu fyrir allri rekstrartengdri þjónustu. Samningurinn tryggir HS Orku jafnframt aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf hjá Advania. 

„Samningurinn kemur fyrst og fremst til með að tryggja öruggari og hagkvæmari rekstur á miðlægum kerfum okkar“ segir Sigurður Markús Grétarsson, deildarstjóri UT hjá HS Orku. „Það er ómetanlegt að geta sótt í sérhæfða þekkingu hjá ráðgjöfum Advania þegar kemur að því að uppfæra og innleiða nýjungar sem auka skilvirkni í okkar rekstri“

Advania hefur áður lokið við innleiðingu á Office 365 samskiptalausn sem einfaldar samvinnu hjá starfsfólki HS Orku og eykur skilvirkni. Þá kom Advania einnig að uppsetningu hýsingarþjóna fyrir virkjanir HS orku og högun netkerfis. 

„Við höfum átt í miklu og góðu samstarfi við HS Orku á undanförnum árum og það er alltaf ánægjulegt að treysta enn frekar sambandið sem við eigum við viðskiptavini“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausnasviðs Advania. „Við höfum lagt mikla vinnu í uppbyggingu á hýsingar- og rekstrarþjónustu okkar og erum stolt af því að geta fært íslenskum fyrirtækjum öruggar lausnir og þjónustu sem skilar aukinni hagkvæmni í þeirra rekstri.“

----

Á myndinni eru Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausnasviðs Advania og Sigurður Markús Grétarsson, deildarstjóri UT hjá HS Orku.

----


Um HS Orku
HS Orka selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land og leggur ríka áherslu á hagkvæm verð og framúrskarandi persónulega þjónustu. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 40 ár og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu á sínu sviði. 

 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.