Nýjasta nýtt - 18.6.2019 14:26:00

Hætt við samruna Advania og Wise

Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja.

Mynd: Ægir Már Þórisson forstjóri Advania

 

Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja.


Advania tilkynnti í september um kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum. Samkomulag um kaupin hafði náðst við eiganda Wise, AKVA Group í Noregi. Ætlunin var að sameina Advania og Wise og styrkja stöðu þeirra í síharðnandi alþjóðlegri samkeppni um viðskiptahugbúnað. Kaupin voru hins vegar háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Advania lítur svo á að bæði fyrirtækin starfi á alþjóðlegum markaði enda þjónusti þau viðskiptavini í nokkrum löndum. Á upplýsingatæknimarkaði hafi landamæri þurrkast út. Neytendur velji sér þjónustu eftir verði og gæðum en ekki staðsetningu þjónustufyrirtækja.

Samkeppniseftirlitið telur hins vegar að samkeppnisumhverfi Advania og Wise einskorðist við Ísland. Að auki væru hér sérstakir undirmarkaðir með þjónustu og ráðgjöf á sviði fjárhagskerfa. Samkeppniseftirlitið taldi að samruninn leiddi til þess að staða Advania yrði of sterk á markaði með tiltekna tegund fjárhagskerfa sem einkum eru ætluð meðalstórum fyrirtækjum. Frummat Samkeppniseftirlitsins var á þá leið að stofnunin þyrfti að íhlutast um samrunann.

Mikið bar á milli hugmynda Advania og Samkeppniseftirlitsins. Tillögur Advania að sátt báru ekki árangur og því sá Advania ekki annan kost í stöðunni en að draga til baka umsókn um sameiningu fyrirtækjanna.

„Okkur þykir afar leitt að þurfa að hætta við kaupin á Wise. Með sameiningu fyrirtækjanna hefði orðið til öflug eining með burði til að sækja fram í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Það kom okkur á óvart að Samkeppniseftirlitið skilgreini nú upplýsingatæknimarkaðinn svona þröngt en fyrri úrskurðir eftirlitsins bentu til annars. Það blasir við að upplýsingatæknin virðir engin landamæri. Við gerðum okkar ítrasta til að koma til móts við sjónarmið Samkeppniseftirlitsins og vorum tilbúin til að ganga mjög langt í sáttaumleitunum. Við hörmum niðurstöðuna,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.