Nýjasta nýtt - 5.10.2018 15:56:00

Hjólaæði hjá Advania

Hjólamenningin hjá Advania blómstrar sem aldrei fyrr. Nú hefur fyrirtækið hlotið vottun fyrir að vera hjólavænn vinnustaður þar sem aðgengi þykir til fyrirmyndar fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn.

Hjólamenningin hjá Advania blómstrar sem aldrei fyrr. Nú hefur fyrirtækið hlotið vottun fyrir að vera hjólavænn vinnustaður þar sem aðgengi þykir til fyrirmyndar fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn.

Advania hefur því bæst í hóp þeirra 32 vinnustaða í landinu sem öðlast hafa hjólavottun. Sífellt fleiri starfsmenn fyrirtækisins velja að hjóla til og frá vinnu og hafa þar aðgang að góðri búnings- og æfingaaðstöðu, lokaðri hjólageymslu og þurrkskápum fyrir fatnað. Advania hvetur starfsmenn til að nýta aðra ferðamáta til vinnu en einkabíl og stuðlar að bættri hjólamenningu með margvíslegum hætti. Hjólaklúbbur Advania er afar virkur og eflir starfsandann í fyrirtækinu. Sem dæmi hefur Advania orðið hlutskarpast í vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna undanfarin sjö ár. Nú síðast voru hundrað Advania-starfsmenn sem tóku þátt í keppninni. Þá hefur fyrirtækið þrisvar sinnum sent lið í WoW Cyclothon keppnina.

Yfir sumartímann standa á bilinu 100-125 hjól í hjólageymslunni við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Guðrúnartúni. Það þýðir að um það bil fimmti hver starfsmaður hjólar í vinnuna á sumrin en yfir vetrarmánuðina eru hjólin á bilinu 20-30.

Hjólafærni á Íslandi annast úttekt á vinnustöðum og kannar hvort hugað sé að hjólastæðum, fræðslu, samgöngustefnu og samgöngusamningum svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt gátlista á hjolavottun.is safna vinnustaðir stigum fyrir aðbúnaðinn hjá sér. Mest er hægt að fá 100 stig en hæsta skor sem nokkur vinnustaður hefur náð sér í, er Advania sem hlaut á dögunum 93 stig.

Hjólavottun var búin til af Hjólum.is, sem er samfélagslegt samstarfsverkefni Hjólafærni á Íslandi, Landsbankans, Vínbúðarinnar, Varðar, Rio Tinto, Landsvirkjunar, Reykjavíkurborgar og TRI.
Hjólavottunin gildir í tvö ár.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.