Fréttir - 6.1.2020 11:55:00

Hluti af starfsemi Advania í Noregi seldur

Danska upplýsingatæknifyrirtækið Columbus hefur keypt hluta af starfsemi Advania í Noregi. Salan er liður í umfangsmikilli stefnubreytingu hjá Advania í Noregi og aukinni áherslu fyrirtækisins á rekstrarþjónustu og vélbúnaðarsölu.


Danska upplýsingatæknifyrirtækið Columbus hefur keypt hluta af starfsemi Advania í Noregi. Salan er liður í umfangsmikilli stefnubreytingu hjá Advania í Noregi og aukinni áherslu fyrirtækisins á rekstrarþjónustu og vélbúnaðarsölu.

Columbus er öflugt upplýsingatæknifyrirtæki í Danmörku og umsvifamikið meðal annars í ráðgjöf og þjónustu á viðskiptalausnum.

Advania hefur um nokkurt skeið starfað sem undirverktaki Colombus í einu stærsta ERP-verkefni í Evrópu um þessar mundir, fyrir Felleskjøpet í Noregi. Fyrirtækin þekkja því vel til hvors annars og eftir mikla yfirlegu var það ákvörðun stjórnar Advania að bjóða Colombus að kaupa þennan hluta starfsemi okkar í Noregi. Gengið var frá samningum þess efnis nú um helgina og starfsfólki tilkynnt þetta í dag.

Kaup Advania í Noregi á fyrirtækjunum Stepper og Itello,á liðnu ári, voru afar vel heppnuð viðskipti. Í kjölfarið er það stefna okkar þar í landi að byggja enn frekar undir þá starfsemi. Við leggjum því höfuðáherslu á rekstrarþjónustu og sölu vélbúnaðar og drögum okkur út úr viðskiptalausnaráðgjöf,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Með sölunni bætast 45 starfsmenn Advania í hóp 2000 starfsmanna Columbus.

Viðskiptin eru liður í sókn Advania í Noregi og viðbragð við breyttum markaðsaðstæðum þar í landi. Þau hafa engin áhrif á starfsemi Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.