Nýjasta nýtt - 11.3.2019 10:29:00

Hrafnhildur Sif forstöðumaður hjá Advania

Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður veflausna Advania.


Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður veflausna Advania.


Hún hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í tæp 13 ár og gengdi síðast starfi deildarstjóra viðmótslausna og hönnunar á veflausnasviði.

Áður starfaði Hrafnhildur Sif sem verkefnastjóri hjá Árvakri, D3 og þar á undan sem kortagerðasérfræðingur hjá Landmati og verkfræðistofunni Hnit.

Hrafnhildur hefur lokið meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og í landakortagerð frá þýska tækniháskólanum í Karlsruhe.

Veflausnasvið Advania er sívaxandi hluti af starfsemi fyrirtækisins. Sérfræðingar á sviðinu veita ráðgjöf um alla þætti stafrænna lausna og þar býr mikil þekking á þarfagreiningum, viðmótshönnun, grafískri hönnun og markaðstólum. Veflausnasvið sér meðal annars um að forrita sérlausnir, innri vefi, vefverslanir og þjónustugáttir.

„Það felst mikið öryggi í því að geta sótt reynslumikinn stjórnanda eins og Hrafnhildi til að leiða veflausnasvið Advania. Að fá stjórnanda sem kemur inn svo að segja hlaupandi er mikill kostur þar sem allt er á fleygiferð í hinum stafræna heimi um þessar mundir,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.