Nýjasta nýtt - 4.7.2019 09:51:00

Hugsunarháttur framtíðarinnar

Ben Hammersley, Dueana Blomstrom, Patricia Florissi, Björn Zoëga og Hilmar Veigar Pétursson verða aðalfyrirlesarar á Haustráðstefnu Advania í ár.

Ben Hammersley, Dueana Blomstrom, Patricia Florissi, Björn Zoëga og Hilmar Veigar Pétursson verða aðalfyrirlesarar á Haustráðstefnu Advania í ár.

Stafræn umbreyting og „truflandi tækni“ kallar á ný vinnubrögð í öllum öngum samfélagsins. Haustráðstefna Advania ber því í ár yfirskriftina „Þekking fyrir breytta tíma“.
Hátt í 50 fyrirlesarar miðla af reynslu sinni og fjalla um helstu áskoranir og tækifæri sem upplýsingatæknin hefur í för með sér í öllum atvinnugreinum.

Ben Hammersley og Dueana Blomstrom verða meðal aðalfyrirlesara ráðstefnunnar en þau hafa hvort á sínu sviði öðlast heimsfrægð fyrir störf sín.
Ben Hammersley er talinn einn helsti framtíðarsérfræðingur heims um þessar mundir. Hann hefur áralanga reynslu sem internetsérfræðingur, fjölmiðlamaður og ráðgjafi fyrir stórfyrirtæki og ríkisstjórnir. Á ráðstefnunni ræðir hann um nýsköpun og lykilatriði sem hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að feta sig inn í nýja tíma.

Duena Blomstrom er þekktust fyrir nálgunina „Emotional Banking“ sem hún hefur skrifað samnefnda bók um. Blomstrom fjallar þar um fjármálatækni og hvernig endurhugsa þurfi bankastarfsemi með neytendur í forgrunni. Hún veltir því upp hvort hvort fjármálastofnanir geti nokkurn tíma orðið að ástsælum fyrirtækjum sem fólki þykir vænt um?

Ásamt þeim verða þeir Björn Zoëga og Hilmar Veigar Pétursson einnig aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni.
Björn Zoëga er fyrrum forstjóri Landspítalans og stýrir nú Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í gegnum mikla umrótartíma. Björn fjallar um menningu, tækni og stjórnendalegar áskoranir í heilbrigðisgeiranum.

Hilmar Veigar Pétursson stofnandi og forstjóri CCP fjallar um vináttu, lífsgleði og tilgang í erindi sínu. Á tímum þegar persónuleg tengsl virðast brothættari en áður myndar fólk sterk vináttubönd í tölvuleikjum þrátt fyrir landfræðilegan aðskilnað.

Patricia Florissi veitir einstaka innsýn inn í stefnumótun eins stærsta tæknifyrirtækis heims. Hún er tæknistjóri hjá söluhluta Dell EMC og tekur þátt í að móta tæknistefnu fyrirtækisins.

Haustráðstefna Advania hefur skipað sér sess sem einn stærsti viðburður í upplýsingatækni á Íslandi. Hún verður haldin í 25. sinn þann 13.september 2019.
Undanfarin ár hefur selst upp á ráðstefnuna. Tryggðu þér miða á forkaupsverði hér. 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.