27.01.2022

Hvað eiga stafrænir leiðtogar að gera?

Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga enn í mótun á mörgum vinnustöðum.

Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga er enn í mótun á mörgum vinnustöðum. 

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu ár ráðið til sín fólk til að fara fyrir stefnumótun og stafrænni umbreytingu. En stafræn umbreyting krefst meiri fjárfestingar en að ráða til sín leiðtoga, hlúa þarf að grunnstoðum og ferlum innan vinnustaðanna.

Advania hefur staðið fyrir greiningu á helstu áskorunum stafrænna leiðtoga í ýmsum geirum sem farið var yfir á fundinum. Þá ræddu sérfræðingar Advania, þau Valeria Rivina, Sigurður Sæberg Þorsteinsson og Hólmfríður Rut Einarsdóttir, um hvernig nýta megi krafta stafrænna leiðtoga og virkja hlutverk þeirra í kjarnastarfsemi fyrirtækja.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: 

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.