Blogg - 11.02.2015

Hvaða þarfir hefur alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki í vefmálum?

Við hjá Icelandic Group opnuðum á dögunum nýjan vef.

Við hjá Icelandic Group opnuðum á dögunum nýjan vef en honum er ætlað að sinna þörfum fjölbreytts og alþjóðlegs hópi hagsmunaaðila sem fyrirtækið á í samskiptum við. 

Hágæða sjávarfang um allan heim 

Icelandic Group er eitt stærsta fyrirtækið á Íslandi og í lykilstöðu á sviði sölu og markaðssetningar á sjávarfangi. Við búum að alþjóðlegu neti framleiðslu- og sölufyrirtækja í Evrópu og Asíu. Okkar starfsemi snýst um að selja kælt og frosið sjávarfang en jafnframt veitum  við viðskiptavinum okkar í smásölu- og matvælageiranum ýmiskonar virðisaukandi þjónustu. 

Skýr skilaboð á vefnum

Okkar þarfir í vefmálum eru einfaldar. Við þurfum að sinna þörfum margra hagsmunaaðila en þar má sérstaklega nefna núverandi og hugsanlega viðskiptavini, fjölmiðlafólk og þeirra sem hafa áhuga á að starfa hjá okkur. Mikilvægt er að hafa skilaboðin skýr og gefa góðan aðgang að tengiliðum. Við hönnun nýja vefsins var þess gætt að vera með samræmda hönnun og leiðarkerfi. Hvar sem þú ert á vefnum sérðu leiðarkerfið efst og með því getur notandinn bæði rakið sig til baka eða farið á heimasíðu vefsins.

Miðum vefinn við þarfir notenda

Þegar nýr vefur er hannaður þarf að miða allt við þarfir notenda. Okkur fannst gagnlegt að skoða aðra vefi og við einskorðuðum okkur ekki við vefi sjávarútvegsfyrirtækja. Við þetta fengum við ýmsar hugmyndir að lausnum sem gögnuðust í okkar verkefni. Í svona verkefni þarf að gefa sér góðan tíma við að besta hönnunina á vefnum og gæta þess að vefurinn sé notendavænn. Það er líka mikilvægt að hafa kjark til þess að setja nýjan vef í loftið þó það séu smáatriði eftir sem þarf að laga. 

Vefur er aldrei fullkláraður

Það er engin lokadagsetning á vefverkefnum, maður þarf stöðugt að endurbæta vefi og halda við efni á þeim. Nýi vefurinn hefur verið í þrjá mánuði í loftinu og við höfum fengið mikið af gagnlegri endurgjöf á hann. Við nýtum hana til að gera vefinn enn betri. 



Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.