Nýjasta nýtt - 15.6.2017 11:15:00

Íris nýr fræðslustjóri Advania

Íris Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Advania á Íslandi.

Íris Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Advania á Íslandi. Hún mun hafa yfirumsjón með allri almennri starfsmannafræðslu, sérfræði- og stjórnendaþjálfun í fyrirtækinu auk þess að stýra margvíslegri þjálfun og fræðslu fyrir viðskiptavini Advania hérlendis.

Íris var áður forstöðumaður markaðsmála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Greenqloud (2014 til 2017) og verkefnastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Þekkingu (2013 til 2014). Þá sinnti hún mannauðs-, markaðsmálum og viðburðastjórnun hjá fjárfestingarfyrirtækinu Sorrento Asset Management og Northern Trust Corp. í Dublin á Írlandi. Íris lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá University College Dublin og diplómanámi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Advania er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum og þjónustar um 10 þúsund fyrirtæki og stofnanir. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi auk þess sem umfangsmikil starfsemi er í Svíþjóð og Noregi. Starfsmenn Advania á Íslandi eru 600 talsins en alls starfa um 1.000 manns hjá fyrirtækinu á 20 starfsstöðvum á Norðurlöndum.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.