Nýjasta nýtt - 10.7.2015 12:22:00

ÍSÍ þakkar stuðninginn

Advania hefur stutt ÍSÍ í ýmsum verkefnum og nú síðast á Smáþjóðaleikunum

16. Smáþjóðaleikarnir fóru fram á Íslandi dagana 1. – 6. júní. Umsjón með leikunum hafði Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum. Tæplega 800 keppendur frá 9 löndum áttust við í 11 íþróttagreinum. Alþjóðlegt íþróttamót af þessu tagi er umfangsmikið verkefni, en að því komu 22 starfsmenn ÍSÍ, sérsambönd ÍSÍ, Reykjavíkurborg, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Íþróttabandalag Reykjavíkur og 1.170 sjálfboðaliðar. Advania kom að mótinu með stuðningsframlagi í formi tölvubúnaðar og rekstrar á upplýsingatæknimálum meðan á leikunum stóð. Til að sýna þakklæti sitt afhentu fulltrúar ÍSÍ Advania glæsilegan minjagrip sem Gunnar Ingimundarson, sölustjóri viðskiptalausna, tók á móti fyrir hönd fyrirtækisins.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.