Fréttir - 3.2.2021 14:47:00

InsightSoftware velur Advania samstarfsaðila ársins 2020

InsightSoftware / Jet Global hefur valið Advania samstarfsaðila ársins 2020 á Norðurlöndunum. Árangurinn byggir á faglegum áherslum við að bjóða notendum Microsoft Dynamics skýrslu- og viðskiptagreiningartólin Jet Reports og Jet Analytics, samkvæmt tilkynningu frá InsightSoftware.

InsightSoftware / Jet Global hefur valið Advania samstarfsaðila ársins 2020 á Norðurlöndunum. Árangurinn byggir á faglegum áherslum við að bjóða notendum Microsoft Dynamics skýrslu- og viðskiptagreiningartólin Jet Reports og Jet Analytics, samkvæmt tilkynningu frá InsightSoftware. 


Advania hefur unnið ötullega að því að kynna Jet-lausnirnar fyrir Microsoft Dynamics-notendum með það fyrir augum að auðvelda þeim yfirsýn yfir reksturinn. Lausnirnar gera notendum kleift að nálgast gögn úr Microsoft Dynamics og birta þau á auðskiljanlegan máta. Lausnirnar eru einfaldar í notkun og innleiðing hröð með tilbúnum greiningarskýrslum og mælaborðum sem er meðal annars hægt að birta í Excel eða Power BI. 

Samstarf Advania við InsightSoftware / Jet Global hófst af krafti í byrjun ársins 2020 og síðan þá hafa sjö viðskiptavinir Advania tekið Jet-lausnirnar í notkun. Fjölmörg fyrirtæki hefja notkun á tólinu á næstu vikum. 

Samstarfsviðurkenningin er einnig veitt fyrir pakka sem Advania útbjó fyrir notendur Dynamics NAV eða Dynamics Business Central skýjalausninni og þurfa einfalda og ódýra lausn sem tekur stuttan tíma að innleiða. Pakkinn er settur upp á einum degi og viðskiptavinir geta þá í lok dags fengið tilbúnar skýrslur sem fylgja með lausninni. 

 

Fleiri fréttir

Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.