Fréttir - 3.2.2021 14:47:00

InsightSoftware velur Advania samstarfsaðila ársins 2020

InsightSoftware / Jet Global hefur valið Advania samstarfsaðila ársins 2020 á Norðurlöndunum. Árangurinn byggir á faglegum áherslum við að bjóða notendum Microsoft Dynamics skýrslu- og viðskiptagreiningartólin Jet Reports og Jet Analytics, samkvæmt tilkynningu frá InsightSoftware.

InsightSoftware / Jet Global hefur valið Advania samstarfsaðila ársins 2020 á Norðurlöndunum. Árangurinn byggir á faglegum áherslum við að bjóða notendum Microsoft Dynamics skýrslu- og viðskiptagreiningartólin Jet Reports og Jet Analytics, samkvæmt tilkynningu frá InsightSoftware. 


Advania hefur unnið ötullega að því að kynna Jet-lausnirnar fyrir Microsoft Dynamics-notendum með það fyrir augum að auðvelda þeim yfirsýn yfir reksturinn. Lausnirnar gera notendum kleift að nálgast gögn úr Microsoft Dynamics og birta þau á auðskiljanlegan máta. Lausnirnar eru einfaldar í notkun og innleiðing hröð með tilbúnum greiningarskýrslum og mælaborðum sem er meðal annars hægt að birta í Excel eða Power BI. 

Samstarf Advania við InsightSoftware / Jet Global hófst af krafti í byrjun ársins 2020 og síðan þá hafa sjö viðskiptavinir Advania tekið Jet-lausnirnar í notkun. Fjölmörg fyrirtæki hefja notkun á tólinu á næstu vikum. 

Samstarfsviðurkenningin er einnig veitt fyrir pakka sem Advania útbjó fyrir notendur Dynamics NAV eða Dynamics Business Central skýjalausninni og þurfa einfalda og ódýra lausn sem tekur stuttan tíma að innleiða. Pakkinn er settur upp á einum degi og viðskiptavinir geta þá í lok dags fengið tilbúnar skýrslur sem fylgja með lausninni. 

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.