Nýjasta nýtt - 25.8.2015 10:45:00

Ísland leiðir þjónustubyltingu á heimsvísu

Íslendingar hafa sett enn eitt höfðatölumetið.

Ánægja viðskiptavina mæld á einfaldan og fjótlegan máta

Íslendingar hafa sett enn eitt höfðatölumetið og í þetta sinn er um að ræða mælingar á ánægju viðskiptavina og skjólstæðinga með mælistöndum frá Advania sem kallast Happy og Not
Alls hafa íslensk fyrirtæki og stofnanir sem nýta Happy or Not standana fengið rúmlega 2 milljón svör á um það bil einu ári sem gerir sex þjónustumælingar á hvern Íslending. 
Um 200 standar eru í notkun hér á landi sem er hæsta hlutfall á heimsvísu miðað við höfðatölu og sannar enn og aftur að Íslendingar eru fljótir að nýta sér nýja tækni.

Einfalt að láta skoðun sína í ljós

Happy or not standarnir auðvelda viðskiptavinum mjög að gefa til kynna skoðun þeirra á veittri þjónustu - samstundis. Viðskiptavinir hafa val um að ýta á fjóra broskalla, þ.e. hnappa sem sýna mismunandi upplifun þjónustunnar.

Góðar upplýsingar og ítarleg gögn

Úr þessari mælingu koma ítarleg gögn og góðar upplýsingar um þróun ánægju viðskiptavina yfir tímabil sem auðvelt er að greina niður á mánuði, vikur, daga og jafnvel klukkustundir. Þannig er kjörið að nýta Happy or not standana til að mæla árangur af breytingum á þjónustu fyrirtækja.

„Einfaldar þjónustukannanir á borð við þær sem framkvæmdar eru með Happy or Not stöndunum eru nauðsynlegar í vopnabúr fyrirtækja sem leggja sig fram við að skapa ánægju hjá viðskiptavinum sínum,“ segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.