Nýjasta nýtt - 31.5.2017 16:04:00

Kauptilboð Advania samþykkt – velta félagsins eykst um 50%

Advania hefur tryggt sér 94,2% hlutafjár í sænska upplýsingatæknifyrirtækinu Caperio og mun umfang reksturs Advania aukast verulega á næstunni.

Advania hefur tryggt sér 94,2% hlutafjár í sænska upplýsingatæknifyrirtækinu Caperio og mun umfang reksturs Advania aukast verulega á næstunni. Heildarvelta Advania mun aukast um 50% og reksturs félagsins í Svíþjóð tvöfaldast. Heildartekjur Caperio á síðasta ári námu um 11,6 milljörðum íslenskra króna en alls starfa um 120 manns hjá fyrirtækinu. Kaupverðið er 158 milljónir sænskra króna eða sem nemur um 2 milljörðum íslenskra króna.

„Kaupferlið gekk vonum framar og það er virkilega ánægjulegt að svo stór hópur hluthafa hafi þegar samþykkt kauptilboðið“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Í þessum kaupum felast mikil og spennandi samlegðaráhrif og mun vöru- og þjónustuframboð okkar styrkjast til muna. Þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi í vegferð okkar um að styrkja Advania í sessi sem eitt af leiðandi fyrirtækjum Norðurlanda á sviði upplýsingatækni.“

Caperio var stofnað árið 2000 en helsti styrkur fyrirtækisins liggur í sölu tölvubúnaðar og hugbúnaðarleyfa, auk þess sem fyrirtækið sinnir rekstri upplýsingatæknikerfa, skýjalausna og ráðgjafar í upplýsingatækni. Caperio er skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi en verður nú afskráð og sameinað rekstri Advania. 
 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.