Nýjasta nýtt - 31.5.2016 11:47:00

LS Retail velur Advania sem Platinum Partner 2016

Advania hlaut nýverið Platinum Partner 2016 viðurkenningu frá LS Retail

 

Advania hlaut nýverið Platinum Partner 2016 viðurkenningu frá LS Retail fyrir frábæran árangur í sölu, innleiðingu og þjónustu við lausnir LS Retail. 

„Gott samstarf við viðskiptavini og samstarfsaðila er algjört lykilatriði í þeim verkefnum sem við fáumst við“ segir Sigurður Eggert Gunnarsson, forstöðumaður Dynamics NAV hjá Advania. „Við erum í skýjunum með þessa viðurkenningu og hún er okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut.“

„Þegar við ráðumst í innleiðingarverkefni er markmiðið alltaf það að viðskiptavinurinn standi eftir með þau tæki og tól sem hann þarf til að hámarka rekstrarárangur“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Það er virkilega ánægjulegt að fá viðurkenningu sem þessa og hún er vitnisburður um þau góðu verk sem við innum af hendi.“

-------

Á myndinni eru Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail og Sigurður Eggert Gunnarsson, forstöðumaður Dynamics NAV hjá Advania 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.