Nýjasta nýtt - 1.12.2016 15:57:00

Landsvirkjun og Advania gera rafmagnssamning

Landsvirkjun og Advania hafa undirritað samning um afhendingu á rafmagni til gagnavers Advania á Fitjum

Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar að lokinni undirritun 

Áframhaldandi vöxtur gagnaversreksturs tryggður 

Landsvirkjun og Advania hafa undirritað samning um afhendingu á rafmagni til gagnavers Advania á Fitjum. Samningurinn gerir Advania kleift að halda áfram að tryggja vöxt gagnaversreksturs fyrirtækisins og hefst afhending samkvæmt samningi fyrir árslok 2016.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:
„Það er ánægjulegt að fá Advania í viðskiptavinahóp Landsvirkjunar. Á Íslandi eru kjöraðstæður fyrir rekstur gagnavera og undanfarin ár hefur Landsvirkjun unnið að því að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir gagnaver. Góður vöxtur Advania og annarra gagnaversfyrirtækja á Íslandi byggist á hagstæðum og öruggum orkusamningum til langs tíma, samkeppnishæfu umhverfi og samvinnu hagsmunaaðila í greininni hér á landi.“

Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania:
„Umfang Advania á gagnaversmarkaði hefur vaxið mjög á undanförnum árum og stór verkefni eru í farvatninu fyrir komandi misseri. Aðgengi að orku er einn mikilvægasti þátturinn í rekstri gagnavera og því er það okkur mikil ánægja að gera þennan samning við Landsvirkjun sem við teljum að styrki getu okkar til að þjónusta fleiri alþjóðlega viðskiptavini í framtíðinni.“

Advania rekur gagnaver á Steinhellu í Hafnarfirði og á Fitjum í Reykjanesbæ. Samningurinn gerir fyrirtækinu kleift að halda áfram að vaxa og bæta við viðskiptavinum sem hýsa tölvukerfi í gagnaverum þess. 

Orkan verður afhent úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar. Landsvirkjun á og rekur 16 aflstöðvar, þar af 14 vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur. Sem stendur er Landsvirkjun að reisa nýja jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum á Norðausturlandi og einnig standa yfir framkvæmdir við stækkun vatnsaflsvirkjunar við Búrfell á Suðurlandi.

Landsvirkjun hefur markaðssett Ísland gagnvart aðilum sem ákveða staðsetningu gagnavera. Á vefsíðu fyrirtækisins má finna upplýsingar um kosti Íslands í þessum efnum: www.landsvirkjun.com/datacenters

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.