Nýjasta nýtt - 1.11.2016 10:26:00

Lyf og heilsa gerir alrekstrarsamning við Advania

Lyf og heilsa hefur gert samning við Advania sem felur í sér innleiðingu á nýjum viðskipta- og afgreiðslukerfum, altæka rekstarþjónustu og hýsingu gagna í gagnaverum Advania á Íslandi

Lyf og heilsa hefur gert samning við Advania sem felur í sér innleiðingu á nýjum viðskipta- og afgreiðslukerfum, altæka rekstarþjónustu og hýsingu gagna í gagnaverum Advania á Íslandi. 
 
Hér er um að ræða umfangsmikla nútímavæðingu á hugbúnaðarkerfum okkar sem kemur til með að auka skilvirkni“ segir Kjartan Örn Þórðarson hjá Lyf og heilsu. „Samhæfing viðskipta- og afgreiðslukerfanna er mikil og það mun einfalda vinnu hjá starfsfólki okkar til muna og skila sér í bættri þjónustu við okkar viðskiptavini.“
 
Ákveðið var að innleiða viðskiptakerfið Microsoft Dynamics NAV og afgreiðslukerfi frá LS Retail en auk þess var ákveðið að úthýsa rekstri á upplýsingatækniumhverfi Lyf og heilsu til Advania. 
 
„Það má segja að um sé að ræða allsherjar úthýsingu á rekstrarumhverfi okkar“ segir Kjartan. „Fyrir okkur var algjört lykilatriði að fá heildar upplýsingatækniþjónustu á einum stað og við erum sannfærð um að sérfræðiþekking Advania muni reynast okkur vel.“
 
„Við leggjum ríka áherslu á að skapa viðskiptavinum okkar forskot með snjallri notkun á upplýsingatækni og ég er stoltur af því að Advania geti boðið íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum altæka rekstarþjónustu þegar kemur að upplýsingatækni“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.