Nýjasta nýtt - 15.1.2019 15:28:00

Microsoft valdi Advania samstarfsaðila ársins

Annað árið í röð hefur Microsoft á Íslandi verðlaunað Advania fyrir framúrskarandi samstarf.

Annað árið í röð hefur Microsoft á Íslandi verðlaunað Advania fyrir framúrskarandi samstarf.

Samstarfsverðlaun Microsoft voru afhent á föstudag. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum auk þess sem tilkynnt var um val á samstarfsaðila ársins 2019. Advania var tilefnt í þremur flokkum og var valið samstarfsaðili ársins annað árið í röð. Að mati Microsoft á Íslandi hefur Advania skarað fram úr á sviði tæknimála, nýsköpunar og notkunar á vöruframboði Microsoft. Samkvæmt tilkynningu frá Microsoft fara áherslur fyrirtækjanna vel saman þar sem horft er til framtíðar með skýjaþjónustu, aukinni sjálfvirkni og áherslu á viðskiptakerfi og ferla.

Fyrirtækin eru í sameiningu að sækja fram. Samstarfið hefur meðal annars skilað því að Advania hefur komið Pmax lausn fyrirtækisins í AppSource sem er alþjóðlegur markaður Microsoft fyrir sérlausnir. Þá hafi samstarf um umbreytingu á söluleiðum Microsoft skilað frábærum árangri fyrir Advania.
Microsoft veitti Advania einnig verðlaun fyrir Markaðstorg Advania fyrir að nota tækni til að umbreyta vöruframboði og þjónustu fyrirtækja og skapa með því nýja tekjustrauma. Markaðstorg Advania er aðgangsstýrð vefgátt sem gerir viðskiptavinum félagsins kleift að kaupa og sýsla með skýjaþjónustur.

Mynd: Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Microsoft á Íslandi ásamt Hafsteini Guðmundssyni forstöðumanni lausnahóps hjá Advania. 

Verðlaunin fyrir Markaðstorg Advania voru rökstudd af dómnefnd; „Að sjálfvirknivæða kaup á hugbúnaði og umsýslu með leyfum er í raun byltingarkennd breyting á viðskiptamódeli í íslenskum tæknigeira. Með þessu verkefni tók Advania stórt skref inn í framtíðina.“

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.