Nýjasta nýtt - 29.3.2017 13:24:00

Mjög gott ár að baki hjá Advania Norden

Heildartekjur Advania Norden á árinu 2016 námu 23.141 m.kr. og jukust um 3% milli ára. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 2.369 m.kr. og jókst um 15% frá fyrra ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 523 m.kr.

Heildartekjur Advania Norden á árinu 2016 námu 23.141 m.kr. og jukust um 3% milli ára. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 2.369 m.kr. og jókst um 15% frá fyrra ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 523 m.kr.
 
Rekstur samstæðunnar gekk mjög vel á síðasta ári. Rekstrarárið var það besta í sögu Advania á Íslandi og námu tekjur félagsins 11.455 m.kr. og jukust um 7% frá fyrra ári. Rekstrarafkoman var einnig góð en EBITDA nam 1.002 m.kr. og jókst um 63% á milli ára. Árið 2016 var fyrsta rekstrarár gagnavera Advania í sérstöku félagi og námu tekjur þess 1.284 m.kr. og EBITDA 172 m.kr. Tekjur Advania í Svíþjóð námu samtals 10.464 m.kr. á árinu og jukust um 9% frá fyrra ári. EBITDA Advania í Svíþjóð var 1.241 m.kr. árið 2016 sem er 13% aukning frá árinu áður. Heildartekjur Advania í Noregi árið 2016 námu 1.943 m.kr. Mikill viðsnúningur var í starfseminni og var EBITDA ársins 36 m.kr. en hafði verið neikvæð á árinu áður um 110 m.kr.

„Við erum mjög sátt við uppgjörið sem sýnir að starfsemi okkar er á réttri leið“ segir Thomas Ivarson, stjórnarformaður Advania Norden. „Rekstrarafkoma batnar í öllum löndum og framlegð heldur áfram að vaxa. Helsta áskorun í rekstri félagsins er vaxtakostnaður sem er of hár og hefur því verið forgangsverkefni að lækka vaxtaberandi skuldir félagsins“ Fram hefur komið að eigendur félagsins stefna á skráningu þess í Kauphöllinni í Stokkhólmi á árinu 2018 í samvinnu við Nasdaq á Íslandi. 

„Rekstur samstæðunnar gekk mjög vel á síðasta ári og allar rekstrareiningar skiluðu betri afkomu en fyrri ár og jákvæðum rekstarárangri. 2016 er fyrsta rekstarár gagnvera Advania í aðgreindu félagi og þar er veltan komin vel yfir einn milljarð og afkoman góð,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Hvað varðar starfsemi utan Íslands þá hefur verkefnastaðan þar verið mjög góð og um 52% af EBITDA samstæðunnar kemur frá rekstri félaga utan Íslands. Sama þróun er að eiga sér stað allstaðar, eftirspurn eftir útvistun og alrekstarþjónustu í upplýsingatækni er stöðugt að aukast.“ segir Ægir.

Hjá Advania Norden starfa samtals um 1.000 starfsmenn á 20 starfsstöðvum á Íslandi, í Svíþjóð, í Danmörku og í Noregi. Advania Norden er eitt af stærstu fyrirtækjum á Norðurlöndum á sviði upplýsingatækni. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi en félagið er með umfangsmikla starfsemi á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Forstjóri Advania Norden er Gestur G. Gestsson og félagið er að stærstum hluta í eigu AdvInvest AB.
 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.