16.05.2018

Notaðu Microsoft til að búa þig undir GDPR

Microsoft býður upp á leiðir til að vernda persónuupplýsingar og aðstoða við GDPR.

Í auknum mæli hefur verið litið á Persónuverndarreglugerð ESB (e. GDPR - General Data Protection Regulation) sem langtíma tækifæri til að byggja aukið traust við viðskiptavini, opna á tækifæri fyrir starfsmenn til að vinna betur saman og auka framleiðni. Microsoft 365 býður núna upp á lausnir til að stýra áhættu um persónuvernd og nýta skýjið til að meta, flokka, greina og fylgjast með viðkvæmum upplýsingum til að hjálpa þér að vera í samræmi við GDPR.

Nýjustu uppfærslurnar í Microsoft 365 sem hjálpa að vernda viðkvæmar upplýsingar eru til að mynda:

  • Compliance Manager, fáanlegt fyrir Azure, Dynamice 365 og Office 365 og Enterprise
  • Compliance Score er fáanlegt fyrir Office 365
  • Azure skanni fyrir upplýsingavernd

Mældu og stýrðu Compliance risk með Compliance Manager
Mikil áskorun getur legið í því að ná samræmi við GDPR og því mælum við með því að fyrirtæki framkvæmi reglulega áhættumat til að fá betri yfirsýn yfir umhverfi þeirra. Compliance Manager er lausn sem virkar þvert yfir skýjalausnir Microsoft og er hannað til að aðstoða fyrirtæki til að takast á við flóknar kröfur um samræmi eins og GDPR.

Compliance Manager er nú í boði fyrir Azure, Dynamics 365, og Office 365 Business og Enterprise.

Fáðu áhættumat með Compliance Score
Compliance Score gerir þér kleift að framkvæma stöðugt áhættumat á Microsoft Cloud þjónustu með því að veita stigagjöf á þitt umhverfi. Úthlutað er áhættustig á stýribúnað til ákvarða áhættu á stýribilun, með breytingu á stýringunni muntu sjá hvernig stigagjöfin mun breytast. Compliance Score er í boði fyrir Office 365 og mun fljótlega rúlla út á aðrar skýjaþjónustur Microsoft.

Verndaðu viðkvæmar innanhús upplýsingar

Azure upplýsingaöryggisskanninn (e. Azure Information Protection) tekur á bæði hybrid og onpremises umhverfum og hjálpar þér að finna sjálfkrafa, flokka, merkja og vernda skjöl í geymslum þínum, svo sem á skráa þjónum og SharePoint-netþjónum. Hægt er að stilla skannann til að skoða reglulega geymslurými á staðnum, byggt á stefnu fyrirtækisins.

Hér er hægt að lesa meira um Azure Information Protection scanner.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig þetta er sett upp.

Verndaðu viðkvæmar upplýsingar í forritum þvert yfir skýjaþjónustur
Þar sem gögn ferðast um ýmsa staði - yfir tæki, smáforrit, ský og on-premises - er mikilvægt að byggja verndina inn í skrána þannig að þessi vernd sé stöðugt tengd við gögnin sjálf. Azure Information Protection veitir viðvarandi gagnavernd með því að flokka, merkja og vernda viðkvæmar skrár og
tölvupósta. Azure Information Protection veitir viðvarandi gagnavernd með því að flokka, merkja og vernda viðkvæmar skrár og tölvupósta.

Microsoft Cloud App Security (MCAS) getur lesið skrár sem merktar eru af Azure Information Protection og setur reglur sem byggjast á skráamerkjunum. Tökum sem dæmi skrá sem merkt er sem trúnaðarmál, og tengd henni er regla um að ekki megi framsenda eða afrita skránna. Í því tilviki getur skráin ekki farið úr netkerfi þínu með forritum á borð við Box og Dropbox. Auk þess skannar þjónustan og flokkar viðkvæmar skrár í skýjaforritum og notar sjálfkrafa AIP merki til verndar.

Stuðningur við upplýsingaverndun þvert á stýrikerfi
Einnig er boðið upp á möguleika á að merkja og vernda viðkvæmar upplýsingar án tengiforrita í Office forritum á Mac tækjum. Þetta gerir Mac notendum kleift að flokka, merkja og vernda Word, PowerPoint og Excel skjöl á svipaðan hátt og þú ert vanur að nota með Azure Information Protection á Windows. Þar sem umtalsverðar viðkvæmar upplýsingar liggja fyrir á PDF-sniði er Microsoft einnig að vinna með Adobe til að hafa sömu samræmdu merkingu og verndun PDF skjala sem hægt er að lesa með Adobe Reader.

Uppgötvaðu og flokkaðu persónuupplýsingar sem tengjast GDPR
Mikilvægt er að eiga þann möguleika að flokka sjálfkrafa persónulega gögn til hjálpa þér að ná fram markmiðum þínum um GDPR. Í dag höfum við yfir 80 utanaðkomandi upplýsingategundir sem hægt erað nota til að greina og flokka gögnin. Bráðum mun Microsoft veita sniðmát sem hjálpar að greina og flokka persónuupplýsingar sem koma GDPR við. Sniðmátið mun hjálpa til við að sameina viðkvæm gögn í eitt sniðmát – auk þess sem við munum bæta nýjum tegundum gagna til að greina (svo sem heimilisföng, símanúmer og læknisupplýsingar).

Fyrir viðkvæma tölvupósta, gerir Microsoft 365 notendum kleift að vinna saman á varnarmiklum skilaboðum með hverjum sem er innan eða utan stofnunarinnar með Office 365 Message Encryption.

Byrjaðu á GDPR ferðinni þinni með Microsoft 365
Microsoft Cloud er einstaklega vel í stakk búið til að hjálpa þér að uppfylla skyldur þínar varðandi GDPR. Skýlausnin er hönnuð fyrir kraft og sveigjanleika. Microsoft 365 sameinar Office 365, Windows 10 og Enterprise Mobility + Security, og býður upp á fjölbreytt úrval af samþættum lausnum sem hjálpa þér að meta og stjórna Compliance risk með því að nota Artificial Intelligence (AI) til að vernda mikilvægustu gögnin þín og hagræða ferlana þína með öflugu og heildstæðu lausnarsetti. Sama hvar þú ert á GDPR vegferðinni þá getur Microsoft Cloud og Microsoft 365 hjálpað þér á ferð þinni með GDPR. Fáðu frekari upplýsingar um hvernig Microsoft getur hjálpað þér að undirbúa GDPR og taka ókeypis GDPR mat á netinu. Byrjaðu á persónuverndunar áætlun með því að hala niður ókeypis upplýsingaskjali og e-bók.

Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við Sigurð Friðrik Pétursson vörustjóra Microsoft hjá Advania. 

Lestu nánar um þjónustu Advania um GDPR

Fleiri fréttir

Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.