Nýjasta nýtt - 19.2.2019 12:23:00

Ný nálgun á ráðningar

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Advania og 50skills vinna saman að nýrri nálgun á ráðningar og virkjun nýrra starfsmanna á vinnustöðum.

Advania og 50skills hafa gert samstarfssamning um að efla þjónustu á sviði ráðninga á Íslandi. 50skills er hugbúnaður sem einfaldar tímafrekustu og flóknustu þætti við ráðningar. Advania annast sölu á 50skills á Íslandi, samþættingu hugbúnaðarins við önnur kerfi og þjónustar notendur með stuðningi frá 50skills.

Að sögn Kristjáns Kristjánssonar framkvæmdastjóra 50skills eru ráðningar að breytast og nauðsynlegt sé fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir að fylgja þróuninni. Samfélagsmiðlar verði sífellt mikilvægari þegar auglýst er eftir starfsfólki. Samskiptatól á borð við Slack og Workplace frá Facebook gegni stóru hlutverki í leitinni að rétta fólkinu.

„50skills hefur fengið frábærar móttökur á síðustu misserum en hugbúnaðarlausnir okkar hjálpa nú viðskiptavinum með hundruði ráðninga í hverjum mánuði. Með samstarfinu við Advania getum við þjónustað fleiri fyrirtæki og stofnanir en jafnframt haldið áfram þróunarstarfi okkar á ráðningarlausnum,” segir Kristján.

„Við hjá Advania teljum að með samstarfinu við 50skills getum við þjónustað fyrirtæki betur í að takast á við þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir allt frá ráðningu til starfsloka starfsmanns. Náið samstarf Advania og 50skills mun tryggja góða þjónustu til vaxandi hóps vinnustaða sem vilja nálgast ráðningar á nútímalegri hátt,” segir Margrét Gunnlaugsdóttir forstöðumaður mannauðslausna Advania.

„Samstarf okkar við 50skills er í anda þeirrar þjónustu sem Advania veitir fyrirtækjum. Í stað þess að finna upp hjólið og smíða allar lausnir frá grunni, veljum við bestu lausnirnar á markaðnum og samþættum þær þannig að þær mæti síbreytilegum kröfum viðskiptavina okkar,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

Á myndinni eru þau Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri 50skills, Ægir Már Þórisson forstjóri Advania og Margrét Gunnlaugsdóttir forstöðumaður mannauðslausna Advania.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.