Nýjasta nýtt - 29.6.2015 16:10:00

Ný stjórn og ársreikningur félagsins

Á síðasta aðalfundi var kjörin ný þriggja manna stjórn.


Ný stjórn Advania

Á aðalfundi Advania, sem haldinn var fimmtudaginn 25. júní síðastliðinn, var kjörin ný stjórn og var stjórnarmönnum sömuleiðis fækkað úr fimm í þrjá. Í stjórn sitja eftirtaldir:
 
Thomas Ivarson
Thomas hefur víðtæka alþjóðlega reynslu úr upplýsingatæknigeiranum, bæði innan Norðurlandanna sem utan, og hefur til að mynda gengt stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála samstæðu hjá Logica PLC í London, stöðu forstjóra CMG Wireless Data Solutions BV í Hollandi og stöðu forstjóra EHPT AB (samstarf milli Ericsson og HP) í Svíþjóð. Áður starfaði hann í fimmtán ár hjá Ericsson. 

Bengt Engström 
Bengt býr yfir yfirgripsmikilli reynslu sem stjórnandi og hefur m.a. víðtæka reynslu af samrunum og yfirtökum bæði á Norðurlöndunum og af Evrópumarkaði. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Fujitsu Nordic, Whirlpool Europe og Duni.  

Birgitta Stymne Göransson
Birgitta er ráðgjafi og stjórnarmaður í fjölmörgum fyrirtækjum. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum í verslun og iðnaði, og var meðal annars, fjármálastjóri Åhléns, forstjóri Memira Group og Semantix, og framkvæmdastjóri Telefos Group. 

Rekstarhagnaður (EBITDA) 1.968 m.kr. og hagnaður af reglulegri starfssemi

Ársreikningur félagsins var samþykkur á aðalfundinum. Rekstrarhagnaður Advania samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.968 m. kr. og hækkaði um 31,4% frá fyrra ári. Kostnaður lækkar um 5% á milli ára og framlegðarhlutfall hækkar út 6,5% í 8,9% milli ára. 71 milljóna hagnaður er af reglulegri starfsemi. Að teknu tilliti til afkomu af aflagðri starfsemi og þýðingarmunar vegna eignarhluta í erlendum dótturfélögum (gengisþróunar), er tap á rekstri samstæðu 446 m.kr. Eiginfjárhlutfall er nú 19,6% samanborið við 9,3% í árslok 2013.
 
„Við erum sæmilega sátt við uppgjörið sem sýnir að við erum á réttri leið. Eigið fé félagsins styrktist verulega með hlutafjáraukningu og innkomu nýrra eigenda á síðasta ári. Vaxtakostnaður er þrátt fyrir það enn of hár.  Verkefnið framundan er því áframhaldandi styrking á rekstrinum, hækkun eiginfjárs og lækkun á vaxtaberandi skuldum.“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

Viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti

Advania er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands standa að viðurkenningunni í þeim tilgangi að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.