Blogg - 17.3.2015 15:38:00

Ný þekkingarmiðstöð á vefnum

Þann 11. mars síðastliðinn opnaði Fræðslusetrið Starfsmennt nýjan og glæsilegan náms- og þekkingarvef.

Þann 11. mars síðastliðinn opnaði Fræðslusetrið Starfsmennt nýjan og glæsilegan náms- og þekkingarvef. Fræðslusetrið býður opinberum starfsmönnum upp á starfstengda símenntun og veitir stofnunum ríkisins heildstæða þjónustu á sviði starfsþróunar.

Hentar fyrir öll tæki

Nýi vefurinn kemur í staðinn fyrir eldri vef sem var tekinn í notkun árið 2005 og er hannaður jafnt fyrir hefðbundnar borð- og fartölvur og snjallsíma og spjaldtölvur.

Fullkomið námskeiðakerfi

Vefurinn er ekki aðeins almennur upplýsingavefur heldur inniheldur hann afar fullkomið námskeiðakerfi. Notendur kerfisins eru ekki aðeins þeir sem taka námskeið hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt heldur einnig kennarar og starfsmenn Starfsmenntar Fræðsluseturs. Vefurinn verður mikið notaður en Fræðslusetrið Starfsmennt fær um 3.000 – 4.000 skráningar í ýmiskonar námskeið á hverju ári.

Sjálfsafgreiðsla og góð þjónusta 

Vefurinn mun sem sagt nýtast fjölbreyttum hópi starfsmanna hins opinbera ásamt mannauðsstjórum og öðrum stjórnendum. Eins kemur fram í ítarlegu viðtali við Huldu Önnu Arnljótsdóttur framkvæmdastjóra Fræðslusetursins Starfsmennt hér að neðan er lagt upp með einfalda og notendavæna þjónustu og að notendur geti afgreitt sig sem mest sjálfir. Það mun þýða mikið hagræði fyrir alla aðila. 

 

Viðtal við Huldu Önnu Arnljótsdóttur framkvæmdastjóra

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.