Nýjasta nýtt - 14.10.2014

Nýr fjármálastjóri hjá Advania

Stefán E. Sigurðsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Advania. Stefán starfaði áður sem Senior Director of Finance hjá CCP en þar hóf hann störf árið 2010. Hjá CCP leiddi Stefán fjármáladeildir fyrirtækisins á heimsvísu og hafði yfirumsjón með samstæðuuppgjöri félagsins, sjóðstýringu, fjárfestatengslum og samskiptum við skatta-og eftirlitsstofnanir í þeim löndum sem félagið er með starfsemi.

Stefán E. Sigurðsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Advania

Stefán starfaði áður sem Senior Director of Finance hjá CCP en þar hóf hann störf árið 2010. Hjá CCP leiddi Stefán fjármáladeildir fyrirtækisins á heimsvísu og hafði yfirumsjón með samstæðuuppgjöri félagsins, sjóðstýringu, fjárfestatengslum og samskiptum við skatta-og eftirlitsstofnanir í þeim löndum sem félagið er með starfsemi.  

Á árunum 2003-2010 starfaði Stefán sem Audit Manager hjá Eide Bailly í Phoenix, Arizona. Þar leiddi hann endurskoðunarteymi og endurskoðaði fyrirtæki í Arizona, Californiu, Colorado, New Mexico og Texas.  Þar á meðal voru framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, borgir og sveitafélög, orkuveitur, tryggingafélög og fyrirtækjakeðjur. 

Stefán útskrifaðist með B.S. í Accountancy frá Arizona State University árið 2003 og varð löggiltur endurskoðandi, CPA (Certified Public Accountant) árið 2006.  

Hann tekur við starfinu af Jóhanni Þór. 

Jóhann Þór forstöðumaður viðskiptaþróunar og rekstrar hjá Advania

Í kjölfar breytinga á meirihlutaeign og tilkomu nýrrar stjórnar hjá Advania hefur Jóhann Þór Jónsson tekið við nýju starfi sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og rekstrar. Þessi nýja staða tilheyrir skrifstofu forstjóra. Jóhann Þór mun sjá um eftirfylgni og samræmingu rekstrarverkefna og þjónustu hjá Advania, bæði á Íslandi og erlendis.

Jóhann Þór hefur gengt stöðu fjármálastjóra Advania frá árinu 2009 þegar vinna við samþættingu og sameiningu þeirra félaga sem nú mynda Advania hófst fyrir alvöru. Áður, eða frá árunum 2004-2009, starfaði Jóhann Þór við  viðskiptaþróun og fjármálastjórn hjá Kögun og hjá Eimskip frá 1995-2004.  Jóhann Þór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. 

 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.