Blogg - 21.10.2015 09:01:00

Nýr risi verður til

Á dögunum tilkynntu forstjórarar Dell Inc. og EMC Inc.um samruna þessara tveggja fyrirtækja.

Á dögunum tilkynntu forstjórarar Dell Inc. og EMC Inc.um samruna þessara tveggja fyrirtækja undir forystu Michael S. Dell forstjóra og eins aðaleiganda Dell.  Joe Tucci sem hefur leitt EMC með góðum árangri undanfarin 30 ár mun taka þátt í sameiningaferlinu en að því loknu setjast í helgan stein.  Með þessu verður til eitt stærsta upplýsingatæknifyrtæki heimsins með leiðandi vöruúrval á mörgum sviðum upplýsingatækninnar.  Eigendur Dell sem eru auk Michael S. Dell, MSD Partners og Silver Lake munu yfirtaka EMC í viðskiptum sem metin eru á 68 milljarða USD.

Margar markaðsleiðandi lausnir í boði

Margt má um þetta skrifa enda er um að ræða stærstu sameiningu sem átt hefur sér stað í upplýsingatæknigeiranum frá upphafi.  Bæði fyrirtæki eru um margt leiðandi á sínu sviði og munu í kjölfar sameiningar bjóða lausnir sem eru markaðsleiðandi fyrir smærri og stærri aðila á sviðum bæði skýja- og kjarnalausna en einnig lausna sem snúa beint að notendum og öryggi þeirra.

Upplýsingatækni sem veituþjónusta

Undanfarin misseri hafa orðið gagngerar breytingar á markaði fyrir upplýsingatækni og margir leiðandi aðila á þeim markaði verið að marka sér stefnu sem styður við þær meginlínur að upplýsingatækni sé í vaxandi mæli veitustarfsemi (e. Cloud). Sameiningu Dell og EMC er ætlað að mynda grunn að fyrirtæki sem er fært um að vera leiðandi á markaði fyrir slíkar lausnir og fyrsti valkostur þeirra sem vilja byggja upp slíka starfsemi.

Þekkt vörumerki hjá EMC 

Hér á landi hefur EMC fyrst og fremst verið þekkt sem framleiðandi gagnageymslulausna en undanfarin ár hefur fyrirtækið orðið markaðsleiðandi í skýjalausnum, öryggislausnum, í sýndarvæðingu og í svonefndum Big Data lausnum.  Meðal vörumerkja EMC má nefna VMware, RSA og VirtuStream. 

Íslendingar þekkja Dell fyrst og fremst sem framleiðanda endabúnaðar, netþjóna og gagnageymslna en eins og EMC hefur Dell fjárfest í þekkingu og vörum með það að markmiði að bjóða viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði upplýsingatækni. Meðal áberandi fyrirtækja sem sameinast hafa Dell undanfarin ár eru eftirfarandi:

  • SecureWorks sem er leiðandi á sviði öryggisumsjónar upplýsingatæknikerfa
  • Quest Software sem býður öflugt framboð hugbúnaðarlausna fyrir upplýsingatækniumhverfi fyrirtækja
  • Perot System sem er leiðandi í rekstri upplýsingatæknikerfa á heimsvísu
  • StatSoft sem er þekktast fyrir STATISTICA hugbúnaðinn
  • Wyse sem er leiðandi í sýndarvæðingu útstöðva


Sameining Dell og EMC er í senn bæði gleðiefni og áskorun fyrir Advania en fyrirtækið er fulltrúi og þjónustuaðili beggja fyrir íslenska markaðinn.   Frá aldamótum höfum við bæði selt og þjónustað Dell og EMC búnað með góðum árangri og eru lausnir frá þessum framleiðendum í notkun hjá fyrirtækjum og einstaklingum um land allt. Sameining fyrirtækjanna er háð samþykki m.a. samkeppnisyfirvalda og líklegt að endanleg niðurstaða liggi fyrir undir lok næsta árs.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.