Blogg - 16.12.2015 09:38:00

Nýtt og betra AX komið í skýið

Convergence ráðstefna Microsoft var að þessu sinni haldin í Barcelona um síðustu mánaðamót.


Hin svokallaða Convergence ráðstefna Microsoft var að þessu sinni haldin í Barcelona um síðustu mánaðamót. Þar komu saman rúmlega 5.000 ráðstefnugestir frá tæplega 80 löndum. Greinilegt var á ráðstefnunni að Microsoft leggur áfram ofuráherslu á annars vegar mobile lausnir og hins vegar s.k. skýjalausnir. 

Samþætting við aðrar Microsoft lausnir

Microsoft hefur þegar sett á markað útgáfur af Microsoft Dynamics NAV, Office og PowerBI sem vinna í skýinu og á ráðstefnunni kynntu þeir útgáfu af Microsoft Dynamics AX (AX 7)  sem er algjörlega skýjavædd. Þessi nýja útgáfa kemur með gjörbreyttu notendaviðmóti sem má sníða að hverjum og einum notar HTML 5 sem gerir það að verkum að hægt er að nota það í öllum tækjum hvort sem um er að ræða hefðbundnar tölvur, snjallsíma eða spjaldtölvur.

Þægilegt viðmót

Viðmótið í AX er enn meira aðlaðandi og alveg samsvarandi  viðmóti Office 365 og Windows 10.  Auðvitað er enn hægt að sérsníða verkferla að þörfum hvers og eins og hefur þessi virkni verið að þróast enn frekar. Ennfremur hefur lögð mikil vinna í samþættingu Microsoft CRM, Office 365, Power BI og AX viðskiptalausnarinnar. Nú er (loksins) kominn sá tími að allir þessir lykilþættir í starfsemi fyrirtækja og stofnana eru „kerfislega“ komnir undir sama hatt sem er ótvíræður ávinningur. Skýjavæðingin er því að þessu leytinu sannkölluð bylting fyrir notendur viðskiptakerfa.  Ég er mjög spennt fyrir þessu og hlakka mikið til að vinna í þessu nýstárlega og þægilega umhverfi.

Útgáfuvídeó fyrir AX 7

Nýtist vel í smásölu

Smásala er ein af þeim atvinnugreinum sem Microsoft sem leggur áherslu á og voru margir fyrirlestrar á ráðstefnunni helgaðar því hvernig verslanir geta nýtt sér nýtt AX. Viðmótið gefur möguleika á að setja mynd og ítarupplýsingar með hverri einustu vöru. Hægt verður að skoða upplýsingar úr AX í ,,appi‘‘ í snjallsímum og spjaldtölvum. Þetta gerir sölufólki kleift að vera „á gólfinu“ í verslunum og vera með vörulista, birgðastöðu, sölusögu o.fl.  við höndina. Það getur jafnvel gengið frá kaupum án þess að nota búðakassann. Þannig minnka biðraðir við kassa og þjónusta verður persónulegri. Á ráðstefnunni var fjallað um hvernig þetta getur stutt við nýja viðskiptahætti eins og t.d. „pop-up“ markaði, skyndiútsölur og herferðir fyrir einstaka vöruflokka. Þar sem kerfið er alveg samþætt við Microsoft CRM og Power BI gefur þetta möguleika að fá allar upplýsingar um sölu samstundis. 
Vídeó: AX í smásölu

Lykiltölurnar aðgengilegar í appi

Nýtt viðmót Dynamics AX er í sama anda og Office 365 og Power BI og má nota bæði með Android og Apple tækjum. Þannig verður hægt að skoða mikilvægustu upplýsingarnar hvar og hvenær sem er. Það er ekki slæmt að að byrja daginn með því að vera með allar lykiltölurnar á hreinu!

Meiri sveigjanleiki

Microsoft telur að ný útgáfa af Dynamics AX muni ekki aðeins auka sveigjanleika heldur verði innleiðingar AX í skýinu auðveldari en áður. Með því að hafa AX í skýinu fæst mun sveigjanlegri lausn sem hægt er að laga að umfangi rekstrar á hverjum tíma. Sveigjanleikinn felst m.a. í því að hægt er að fjölga eða fækka notendum eftir þörfum. Viðskiptavinir greiða aðeins fyrir þann fjölda notenda sem er virkur hverju sinni. Þetta ásamt flottu viðmóti og fjölmörgum öðrum nýjungum gerir AX að spennandi lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa öflugt viðskiptakerfi.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.