Fréttir - 11.5.2021 16:09:00

Öflugri þjónusta við innleiðingar viðskiptakerfa

Advania hefur samstarf við danska ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Pingala sem er sérhæft í Dynamics 365. Með samstarfinu eflist þjónusta við viðskiptavini Advania í innleiðingum á viðskiptakerfum.

Advania hefur samstarf við danska ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Pingala sem er sérhæft í Dynamics 365. Með samstarfinu eflist þjónusta við viðskiptavini Advania í innleiðingum á viðskiptakerfum.

 

Pingala er rótgróið þjónustufyrirtæki í Danmörku sem hefur víðtæka reynslu innleiðingu Dynamics 365 hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Pingala og Advania munu vinna saman að því að veita íslenskum fyrirtækjum þjónustu við innleiðingar á Dynamics 365.

 

Hjá Advania starfa 130 sérhæfðir ráðgjafar í Dynamics 365 viðskiptakerfum Microsoft. Með samstarfinu bætist við aðgengi að rúmlega 80 sérfræðingum Pingala sem hafa áratuga reynslu af Dynamics AX og Dynamics 365. Advania getur því með samstarfi við Pingala, gert enn betur í að aðstoða viðskiptavini í flóknum rekstri við innleiðingar á Dynamics 365. Advania hefur unnið nokkur verkefni með Pingala sem hafa gengið mjög vel vel.

 

Viðskiptavinir Advania á Íslandi horfa í auknum mæli til tækifæranna sem felst í að nýta viðskiptalausnir Microsoft í skýinu. Í þeim hópi eru mörg stærstu fyrirtæki landsins í framleiðslu, smásölu, orkulausnum og dreifingu svo eitthvað sé nefnt.
Pingala býr yfir verðmætri reynslu á skilvirkum ferlum við innleiðingar sem kemur sér vel fyrir viðskiptavini Advania sem eru að hefja skýjavegferðina með Microsoft Dynamics 365.


Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.