Fréttir - 11.5.2021 16:09:00

Öflugri þjónusta við innleiðingar viðskiptakerfa

Advania hefur samstarf við danska ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Pingala sem er sérhæft í Dynamics 365. Með samstarfinu eflist þjónusta við viðskiptavini Advania í innleiðingum á viðskiptakerfum.

Advania hefur samstarf við danska ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Pingala sem er sérhæft í Dynamics 365. Með samstarfinu eflist þjónusta við viðskiptavini Advania í innleiðingum á viðskiptakerfum.

 

Pingala er rótgróið þjónustufyrirtæki í Danmörku sem hefur víðtæka reynslu innleiðingu Dynamics 365 hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Pingala og Advania munu vinna saman að því að veita íslenskum fyrirtækjum þjónustu við innleiðingar á Dynamics 365.

 

Hjá Advania starfa 130 sérhæfðir ráðgjafar í Dynamics 365 viðskiptakerfum Microsoft. Með samstarfinu bætist við aðgengi að rúmlega 80 sérfræðingum Pingala sem hafa áratuga reynslu af Dynamics AX og Dynamics 365. Advania getur því með samstarfi við Pingala, gert enn betur í að aðstoða viðskiptavini í flóknum rekstri við innleiðingar á Dynamics 365. Advania hefur unnið nokkur verkefni með Pingala sem hafa gengið mjög vel vel.

 

Viðskiptavinir Advania á Íslandi horfa í auknum mæli til tækifæranna sem felst í að nýta viðskiptalausnir Microsoft í skýinu. Í þeim hópi eru mörg stærstu fyrirtæki landsins í framleiðslu, smásölu, orkulausnum og dreifingu svo eitthvað sé nefnt.
Pingala býr yfir verðmætri reynslu á skilvirkum ferlum við innleiðingar sem kemur sér vel fyrir viðskiptavini Advania sem eru að hefja skýjavegferðina með Microsoft Dynamics 365.


Fleiri fréttir

Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Blogg
20.10.2025
Reynsla Húsheildar/Hyrnu sýnir hvernig markviss innleiðing á H3 getur breytt leiknum þegar kemur að launa- og mannauðsmálum fyrirtækja.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.