Ölgerðin ánægð með alrekstrarþjónustu Advania
Advania tók yfir hýsingu og rekstur á upplýsingakerfum Ölgerðarinnar í fyrra. Markmiðið var að tryggja stöðugleika þeirra og þjónusta notendur svo Ölgerðin gæti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi.
Advania tók yfir hýsingu og rekstur á upplýsingakerfum Ölgerðarinnar í fyrra. Markmiðið var að tryggja stöðugleika þeirra og þjónusta notendur svo Ölgerðin gæti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. Rekstur Ölgerðarinnar er margþættur og flókinn. Fyrirtækið er ein af stærstu heildsölum landsins, Ölgerðin er með umfangsmikla framleiðslu og sér að mestu sjálf um sína vörudreifingu.
Þegar Ölgerðin stóð frammi fyrir því að annað hvort fjárfesta í innviðum á upplýsingatækni fyrirtækisins eða útvista henni, varð ákvörðun tekin um að fara í alrekstrarþjónustu hjá Advania. Yfirfærsla kerfa og innleiðing nýs þjónustuskipulags hefur gengið framar vonum á þessu fyrsta ári samstarfsins. Sérfræðingar Advania eru nú ráðgefandi um þróun upplýsingatæknimála og sjá til þess að kerfin séu ávallt í góðu standi. Hér má heyra hvernig Friðrik Heiðar Blöndal upplýsingatæknitækistjóri Ölgerðarinnar hefur upplifað samstarfið við Advania.
Hér má lesa nánar um alrekstrarþjónustu Advania.