Nýjasta nýtt - 4.5.2015 14:18:00

Öruggar rafrænar undirritanir orðnar að veruleika

Advania hefur sett á markað nýja lausn á vefnum sem kallast Signet en hún gerir einstaklingum og fyrirtækjum mögulegt að undirrita skjöl rafrænt hvar og hvenær sem er.

Advania hefur sett á markað nýja lausn á vefnum sem kallast Signet en hún gerir einstaklingum og fyrirtækjum mögulegt að undirrita skjöl rafrænt hvar og hvenær sem er. Allt sem þarf er að skjalið sé á PDF formi, að undirritendur séu nettengdir og með rafræn skilríki.
 

Mikill ávinningur fyrir samfélagið allt

Að sögn Gests G. Gestssonar forstjóra Advania skapar þessi lausn mikinn ávinning fyrir atvinnulífið. „Með rafrænum undirritunum með Signet geta fyrirtæki stigið stór skref í áttina að því að gera öll samskipti og viðskipti rafræn,“ segir hann. 

Sparar sporin og auðveldar viðskipti

Gestur bendir á að með rafrænum undirritunum verði engin þörf á að hafa samninga eða önnur mikilvæg skjöl á pappírsformi. „Það má búast við að það verði mun auðveldara og hraðvirkara en áður að ganga frá viðskiptum við þjónustufyrirtæki enda hægt að undirrita skjöl heima við ef svo ber undir. Þetta mun spara mörgum sporin í daglegu amstri,“ bætir hann við. 

Rafræn undirritun er jafngild hefðbundinni undirritun

Skjöl sem má undirrita með þessum hætti eru til dæmis allir almennir samningar, fundargerðir, lánasamningar, eignaskiptayfirlýsingar og kaupmálar. Signet nýtir rafræn skilríki frá Auðkenni. Undirritanir sem gerðar eru með Signet standast kröfur laga nr 28/2001 til fullgildra rafrænna undirritana og eru því lagalega séð jafngildar hefðbundinni undirritun með penna. Skjöl sem eru undirrituð með Signet eru með langtíma undirritun, sem þýðir að undirritunin inniheldur vottaða tímasetningu og staðfestingu á að rafrænu skilríkin sem beitt var voru gild þegar undirritunin var framkvæmd. Tímasetning undirritunar og hverjir það eru sem undirrita er vottað. Signet virkar ennfremur þannig að notendur geta aðeins séð sín skjöl. 

Morgunverðarfundur á föstudaginn

Af þessu tilefni mun Advania halda morgunverðarfund þar sem farið verður ítarlega yfir ávinning atvinnulífsins af rafrænum undirritunum og virkni Signet sýnd. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.