Fréttir - 16.2.2021 12:26:00

Öskudagur - þegar þú mátt vera köttur á fundi

Öskudagur nálgast og um þetta leyti væru margir búnir að velja sér glæsilegan búning til gera sér glaðan dag í vinnunni. En þegar stór hluti starfsmanna er heima að vinna í gegnum Teams, á þá að sleppa búningafjörinu?

Öskudagur nálgast og um þetta leyti væru margir búnir að velja sér glæsilegan búning til gera sér glaðan dag í vinnunni. En þegar stór hluti starfsmanna er heima að vinna í gegnum Teams, á þá að sleppa búningafjörinu?

 

Aldeilis ekki – tæklum þetta með tækninni!

 

Það er nefnilega lítið mál með réttu tólunum að klæða sig upp á rafrænum fundum. Sumir myndu jafnvel segja að þetta væri talsvert auðveldara en að keyra um bæinn í leit að búningi.
Snap Camera er forrit frá Snapchat sem hægt er að ná í Windows og Mac tölvur. Það setur filter á manneskjuna sem er í mynd (jú eða klæðir hana í búning) og birtir í spjallforritum. Til að mynda í Teams og Zoom. Hvort sem þú vilt vera kúreki, strumpur eða prinsessa – þetta litla forrit bjargar málunum. 

 

Hvernig græjum við þetta?
Til að ná í forritið ferðu á snapcamera.snapchat.com, hleður því niður og setur upp. Eftir uppsetningu opnast forritið og þú ættir að sjá sjálf/a/an/t þig. Ef  þú sérð þig ekki, þarftu kannski að fara í stillingar uppi í hægra horninu og velja vefmyndavélina í tölvunni þinni.

Í Snap Camera veljum við hvaða búning okkur langar að „klæða okkur í með því að velja úr listanum eða hreinlega slá inn hvað við erum með í huga.

Ps. Engar áhyggjur - það er hægt að slökkva á búningnum hvenær sem er með því að ýta á hann aftur í listanum í Snap Camera. Engin hætta á kattalögfræðingum hér. 

 

En hvernig færum við fjörið á Teams?

Það er heldur betur lítið mál. Snap Camera kemur einfaldlega upp sem önnur myndavél í Teams sem hægt er að skipta yfir á. Okkar reynsla var að best væri að hefja fundinn fyrst og ræsa svo Snap Camera forritið. Ef þú færð upp villu í Snap Camera og enga mynd í Teams, er best að loka Snap Camera alveg (með því að hægra smella á það niðri í hægra horninu og velja Quit) og ræsa það aftur.

Hægt er að skipta yfir á Snap Camera í Teams með því að ýta á punktana þrjá á meðan fundi stendur og velja svo Device settings.

 

Hvaða búning á ég eiginlega að velja? 

Úrvalið af búningum í Snap Camera er svo til endalaust og um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að ráða för. Við tókum smá forskot á sæluna og héldum nokkra fundi í okkar uppáhalds búningum. 

 

Þessi fundur á milli strumps, hreindýrs, kúreka og nornar var sérstaklega afdrífaríkur. 

 

En þessi á milli Tiger King, tígrisdýrs og tveggja Mc'Donalds nagga skilaði voða litlu.

 


Að lokum má svo hér sjá Stubbana ræða við hamborgara og pizzu um tímaskráningu á verkum.

 

Gleðilegan stafrænan Öskudag og góða skemmtun!

 

 

Fleiri fréttir

Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.