Blogg - 9.5.2019 14:24:00

Óstudd kerfi bjóða hættunni heim

Notendur Windows 7, Office 2010, SQL 2008/R2 og Windows Server 2008/R2 þyrftu að gera ráðstafanir í tengslum við að Microsoft hættir stuðningi við þessar útgáfur á næstunni.

Notendur Windows 7, Office 2010, SQL 2008/R2 og Windows Server 2008/R2 þyrftu að gera ráðstafanir í tengslum við að Microsoft hættir stuðningi við þessar útgáfur á næstunni.

Tímasetningar fyrir end of support frá Microsoft eru eftirfarandi:

SQL 2008 Júlí 2019
Windows Server 2008/R2 Janúar 2020
Windows 7 Janúar 2020*
Office 2010 Október 2020

*athugið að eftir þennan tíma mun O365 ekki virka á Windows 7

Í raun þýðir þetta að Microsoft hættir að gefa út öryggisuppfærslur og hættir frekari stuðningi við þessar útgáfur. Útgáfurnar munu áfram virka að mestu leyti en verða fyrir vikið viðkvæmari fyrir öryggishættum.

Við mælum því sterklega með því að nýta þessi tímamót til að breyta og uppfæra ef þitt fyrirtæki er enn að nýta eitthvað af þessum útgáfum.

Möguleg næstu skref:

  • Uppfæra í Windows 10. Hér getur verið sniðugt að skoða Microsoft 365 Business sem inniheldur fría uppfærslu úr Windows 7 upp í Windows 10 Pro
  • Uppfæra í Office 365 eða Office 2019. Fyrir utan það að vera töluvert öruggari bjóða bæði kerfin upp á ýmsa nýja gagnlega möguleika.
  • Uppfæra SQL í nýjustu útgáfu eða færa upp í Azure (sjá hér að neðan)
  • Uppfæra Windows Server í nýjustu útgáfu eða færa upp í Azure (sjá hér að neðan)

 

En hvað ef ég vil halda áfram að keyra þennan hugbúnað?

Hægt er að fá 3 ár af fríum öryggisstuðningi við SQL og Windows Server ef þjónarnir eru fluttir upp í Azure. Það má svo uppfæra seinna í nýrri útgáfu þegar það hentar að kostnaðarlausu.
Fyrir SQL 2008/R2 mælum við með því að færa sig yfir í Azure SQL Database Managed Instance. Þá sér Microsoft um rekstur og viðhald. Stuðningsleysi við útgáfur hættir að vera vandamál.

Einnig er hægt að flytja yfir í SQL Server á Azure Virtual Machine. Þar færðu innbyggða gervigreind og viðskiptagreind SQL þjóns með sveigjanleika og öryggi Azure.

Nýtt í SQL síðan 2008 útgáfan kom út:

Við hjá Advania erum að sjálfsögðu boðin og búin að aðstoða með þetta allt saman, sama hvaða leið verður valin.

Heyrðu endilega í okkur - hysingarsala@advania.is 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.