Prjónað inn í framtíðina
Handprjónasamband Íslands uppfærir fjárhags- og afgreiðslukerfi sín.
Handprjónasamband Íslands hefur gert samning við Advania um að uppfæra fjárhags- og afgreiðslukerfi sambandsins.
Um er að ræða LS NAV fjárhags- og afgreiðslukerfi og þrjá nýja NCR XR7 afgreiðslukassa sem settir verða upp í verslunum sambandsins á höfuðborgarsvæðinu.
„Við höfum notað sjóðsvélar frá upphafi fyrirtækisins en ákváðum að nú væri kominn tími til að uppfæra kerfin okkar. Okkur leist vel á lausnirnar sem Advania bauð upp á og erum spennt fyrir áframhaldinu. Með þessu erum við að stíga inn í nútímann og gera sambandið betur í stakk búið fyrir framtíðina“, segir Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands.
Í Handprjónasambandi Íslands er fólk um land allt sem drýgir heimilistekjurnar með prjónaskap. Fyrirtækið er rótgróið og státar af sögu allt frá árinu 1977, en þar starfa 14 manns við móttöku og sölu. Frá upphafi verið það verið rekið á sömu kennitölunni og fyrirtækið er einn stærsti endurgreiðsluaðili virðisaukaskatts á Íslandi.
„Með þessari ákvörðun er fyrirtækið að taka upp eina bestu lausnina sem til er á markaðnum í dag þegar kemur að fjárhags- og afgreiðslukerfum. Það sem gerir samninginn enn ánægjulegri er að þetta er í fyrsta sinn sem við undirritum samstarfssamning við viðskiptavin með rafrænum hætti Signet, lausn okkar sem gerir aðilum kleift að undirrita samninga rafrænt, hvar og hvenær sem er“, segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.